„Endalok Hong Kong” – Kínverski kommúnistaflokkurinn boðar ný lög „þjóðaröryggis”

Hu Xijin, ritstjóri Global Times málgagns kínverska kommúnistaflokksins, tísti árla föstudagsmorgun 22. maí að „Hong Kong tilheyrir Kína og ekki Bandaríkjunum. Ef eldri embættismenn í Washington eru ruglaðir yfir þessu, þá getur barnabarn Trumps forseta kennt þeim þá almennu skynsemi.”

Framundan er vika með flokksþingi kommúnistaflokks Kína og þar verða teknar ákvarðanir sem varða allan heiminn. M.a. ætlar kommúnistaflokkurinn að herða ólina um Hong Kong með nýjum þjóðaröryggislögum fyrir Hong Kong, þar sem mótmæli og gagnrýni gegn Kínavinveittri stjórn Hong Kong verður bönnuð.

Verður sjálfsákvörðunarréttur Hong Kong beinlínis afnuminn og stjórn Hong Kong fyrirskipað að halda uppi „þjóðaröryggi” sem þýðir skipun um aukið ofbeldi gegn mótmælendum og skerðingu á lýðræði og mannréttindum og málfrelsi. Lögin verða samþykkt 28. maí, þannig að fjárfestar og aðrir hafa um viku til að selja hlutabréf og pakka saman og fara annað vilji þeir ekki alfarið lenda undir hæl kínverskra kommúnista. Verðbréfamarkaðir féllu 5% í Hong Kong föstudagsmorgun.

Má búast við mótmælum og átökum áður en kosningar eiga að verða í september í Hong Kong og gæti farið svo að þeim verði aflýst til að framfylgja stefnu kommúnistaflokks Kína um einræði yfir Hong Kong.
Þrátt fyrir orð og samþykktir um „Eitt land, tvö kerfi” verður aðeins um eitt land og eitt kerfi að ræða hjá kommúnistum Kína.


Sjá nánar hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila