Hópar eins og Öfgar eru að eyðileggja þjóðfélagið

Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins

Við erum komin á mjög hættulegan stað þegar hópar eins og Öfgar eru farnir að fara fram með ofstæki og ofsækja einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir í nafni meints réttlætis og eru að eyðileggja þjóðfélagið. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Brynjars Níelssonar fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Brynjar segir að hann hafi mjög skýra sýn á þessi mál, hér hafi menn sammælst um að búa hér réttarríki sem taki á málum með þeim hætti sem gert sé í dag. En hér hafi ákveðnir hópar snúið þessu upp í andhverfu sína og fari fram með því ofstæki sem fólk hefur séð að undanförnu og snúi hlutunum á haus.

þessir hópar tala um að meint fórnarlömb eigi að njóta vafans en það er auðvitað þannig að í réttarríkinu að sá sem sakaður er eigi að njóta vafans, þessir hópar virðast halda að það bæti samfélagið að það eigi að láta meint fórnarlömb njóta vafans en að mínu mati er verið hreinlega að eyðileggja samfélagið” segir Brynjar.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila