Hörð átök lögreglu og mótmælenda gegn covid aðskilnaðarstefnu yfirvalda í Ástralíu

Mótmælendur mótmæltu aðskilnaðarstefnu yfirvalda í Ástralíu þessa helgi og kom til harðra átaka í Melbourne og þurfti að fara með sex lögreglumenn á sjúkrahús og 235 mótmælendur voru handteknir. Mjög harkalegar lokanir ríkja og fólk allt að því í stofufangelsi. (Sksk News).

Til harðra átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í Melbourne í Ástralíu, þegar þúsundir mótmælenda brutust í gegnum raðir lögreglunnar í mótmælum gegn stórfelldum lokunaraðgerðum yfirvalda.

Myndbönd sýna reiða mótmælendur brjótast gegnum raðir lögreglunnar og berja á lögreglumönnum og þvinga þá niður á jörðu en mótmælendur í þúsunda tali komu lögreglunni í opna skjöldu. Reyndi lögreglan að beita piparúða sem var lítil vörn gegn reiðum fólksfjöldanum.

Sex lögreglumenn voru færðir á sjúkrahús og yfir 235 mótmælendur voru handteknir. Mótmælin sjálf voru ólögleg vegna covid takmarkana. Mark Galliott lögreglustjóri segir: „Við sáum hóp mótmælenda sem söfnuðust saman – ekki til að mótmæla heldur einfaldlega til að að koma af stað óeirðum og berjast við lögregluna.“

Yfir 2 000 lögreglumenn voru við störf til að hindra að mótmælendur næðu inn í miðbæ Melbourne. Í Sidney voru svipuð mótmæli en lögreglan hélt þeim í skefjum og 32 voru handteknir að sögn AFP.

Samkvæmt yfirvöldum verða flestar lokunartakmarkanir, sem gilda í Victoria, New South Wales og i Canberra, áfram þar til búið er að bólusetja 70% af íbúum 16 ára og eldri. Í dag mega íbúar einungis vera í 10 km fjarlægð frá heimilum nema að hafa „eðlilega ástæðu“ til annars. Mikil reiði ríkir í Ástralíu fyrir harða afstöðu yfirvalda gagnvart óbólusettum.

Sjá nánar hér, hér og hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila