Hörð mótmæli á götum Parísar

Hörð mótmæli geysa í miðborg Parísar og hefur lögregla sem sendi 4000 lögreglumenn á svæðið lent í átökum við mótmælendur. Talið er að um tíu þúsund manns hafi verið við mótmælin sem náðu ákveðnum hápunkti í gærkvöld en þá var meðal annars kveikt í kyrrstæðum bifreiðum á svæðinu, þá beitti lögregla táragasi á mótmælendur til þess að dreifa hópnum. Mótmælendur mótmæla hækkandi skattbyrði og almennt versnandi lífskjörum, auk þess sem þeir gera þá kröfu að Emmanuel Macron forseti segi af sér. Fram kemur í erlendum fjölmiðlum að mótmælin hafi staðið nær samfellt yfir í þrjár vikur. Hægt er að smella hér til þess að sjá sjö klukkustunda myndskeið frá mótmælunum.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila