Hörð mótmæli í Frakklandi gegn reglum um bólusetningar – Lögreglan beitti táragasi á mótmælendur

Frakkar eru afar ósáttir við harðar reglur sem gilda um bólusetningar þar í landi og tók steininn úr þegar ríkisstjórn Macron forseta ákvað að skylda alla heilbrigðisstarfsmenn í bólusetningu og hafa mjög hörð mótmæli farið fram í landinu undanfarna daga.

Þá eru samkvæmt reglunum einstaklingar skyldugir til þess að framvísa bólusetningarvottorði, sem og vottorði um að vera laust við veiruna sé þess óskað af yfirvöldum.

Í gær komu saman á annað hundrað þúsund manns þar sem reglunum sem eru afar íþyngjandi var mótmælt og þótti mörgum lögregla ganga langt fram úr hófi gagnvart mótmælendum en meðal annars beitti lögregla táragsi gagnvart mótmælendum.

Í Frakklandi líkt og mörgum öðrum löndum hafa komið upp miklar efasemdir varðandi gagnsemi þeirra efna sem notuð hafa verið til bólusetninga og hefur fólk að auki talsverðar áhyggjur af aukaverkunum af notkun þeirra.

Hér að neðan má sjá myndband frá mótmælunum í gær:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila