Hótuðu starfsfólki verslunar lífláti

Talsverður erill var hjá lögreglu í nótt og snerust flestar tilkynningarnar að skemmdarverkum og innbrotum. Þó var tilkynnt var um ránstilraun en þrír einstaklingar komu inn í verslun í miðborginni með hnífa á lofti.

Einstaklingarnir kröfðust fjármuna og að auki hótaðu þeir starfsfólkinu lífláti, en lögregla kom á svæðið skömmu síðar og handtók þremenninganna á vettvangi og voru þeir færðir í fangaklefa.

Þá var tilkynnt um innbrot í nýbyggingu í miðborginni en þar hafði verkfærum verið stolið, einnig var tilkynnt um skemmdarverk á bifreið á svipuðum slóðum en þar hafði verið stungið á dekk.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila