Hreinsunarstarf á Seyðisfirði stöðvað tímabundið af öryggisástæðum

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ákvað fyrir hádegi í dag að hreinsunarstarf á Seyðisfirði eftir skriðuföllin í desember skyldi stöðvað tímabundið af öryggisástæðum.

Ákvörðunin var tekin eftir að menn urðu varir við að sprunga í skriðusárinu hafði stækkað talsvert. Starfsmenn frá Veðurstofu Íslands fóru á svæðið og könnuðu málið og kom þá í ljós að ekki var um hreyfingar á jarðlögum var að ræða heldur hafði hrunið úr börmum sprungunnar og hún hafði því orðið sýnilegri en hafði í raun ekki stækkað.

Ekki kemur fram í tilkynningu Almannavarna hvort hreinsunarstarf sé hafið að nýju en samkvæmt veðurspá er spáð talsverðri úrkomu á svæðinu aðfararnótt laugardag og því kann að koma til rýminga. Staðan verður endurmetin á morgun.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila