Allir stjórnmálamenn sem sátu á þingi fyrir hrun bera ábyrgð á því hvernig fór

Sighvatur Björgvinsson fyrrverandi ráðherra

Allir þeir stjórnmálaflokkar sem voru á þingi fyrir hrun og tóku þátt í þeirri atburðarrás sem leiddi til einkavæðingar bankanna bera ábyrgð á því hvernig fór að lokum.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sighvats Björgvinssonar fyrrverandi ráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Sighvatur segir mikilvægt að flokkarnir fari í sjálfsskoðun, geri það upp við sig hvaða þátt þeir áttu í málinu og gæta sín á að gera ekki slík mistök aftur, þetta eigi einnig við um vinstri flokka sem geti ekki hvítþvegið sig

þáverandi formaður Samfylkingarinnar fór út um víðan völl til þess að fullyrða það að það væri í lagi fyrir erlenda viðskiptamenn bankanna að treysta þeim, vegna þess að íslendingum væri treystandi, svo hrundi allt, þannig að við öll sem höfum tekið þátt í stjórnmálum erum samábyrg, mismikið en samt sem áður erum við öll ábyrg„,segir Sighvatur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila