Styrmir: Almenningur upplifir sig svikinn

Arnþrúður Karlsdóttir ræddi við Styrmi Gunnarsson í síðdegisútvarpinu í dag

Reiði almennings sem birtist í viðmóti fólks, til dæmis á samfélagsmiðlum má rekja til þess að almenningur upplifir sig svikinn af hálfu ráðamanna og fjármálastofnana allt frá því hrunið varð árið 2008. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Styrmis Gunnarssonar fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Styrmir segir að ekki bæti úr skák að almenningur þori ekki að tala um líðan sína eða hafa skoðanir á málum af ótta við viðbrögð eða jafnvel óvægnar árásir

ég finn það að það er svo margir sem þora ekki að tala og lýsa sínum skoðunum, og það er rosalegt í lýðræðissamfélagi að ástandið sé þannig að fólk þori ekki að tala„, og Styrmir nefnir dæmi “ ég hef sjálfur upplifað það á fundum í Sjálfstæðisfélögunum í Reykjavík að fólk kemur að mér og hvíslar um að það sé sammála mér en spyrji mig líka hverng standi á því að ég þori að segja hlutina upphátt„,segir Styrmir.

Þá segir Styrmir svipað uppi á teningnum inni í ráðuneytunum og segir dæmi um að nýjum ráðherrum sé stillt upp á þann hátt að þeir ruggi ekki bátum innan ráðuneytanna

þetta er gömul saga og ný, þeir ráðherrar sem fara sínu fram fá illt umtal í sinn garð af hálfu starfsmanna í viðkomandi ráðuneyti, þetta er því miður veruleikinn, að ráðherra sem stendur á sínu fær í staðinn illt umtal frá eigin starfsmönnum„. 

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila