Hryðjuverkamaðurinn í Vetlanda, Svíþjóð, er 22 ára Afghani sem varla kann sænsku

Lögreglan handtekur hryðjuverkamanninn eftir að hann var skotinn af lögreglunni.

Hryðjuverkamaðurinn sem náðist í gær er 22 ára gamall maður frá Afghanistan segir Dagens Nyheter. Hann fékk lögheimili í Svíþjóð árið 2018. Lögreglan neitaði að gefa upp þjóðerni mannsins á blaðamannafundinum í gærkveldi. Af átta særðum berjast þrír fyrir lífum sínum. Tveir aðrir eru alvarlega særðir. Hryðjuverkamaðurinn særðist sjálfur, þegar lögreglan skaut hann og stöðvaði brjálæðisför hans 18 mínútum eftir fyrsta neyðarkallið.

Ódæðismaðurinn hefur áður verið dæmdur fyrir eiturlyfjabrot. Granni mannsins sagði við Dagens Nyheter að „hryðjuverkamaðurinn talaði varla sænsku og enga ensku, þannig að það var mjög erfitt að ná sambandi við hann.” Annar granni segir að kona frá félagsþjónustunni hafi reglulega heimsótt manninn. Maðurinn hafði aðeins búið í Vetlanda í rúmt ár en hann flutti til Vetlanda frá öðrum stað í nágrenninu fyrir um ári síðan samkvæmt DN.

Kölluðu á aðstoð lögreglu frá nærliggjandi svæðum

Lögreglan rannsakaði íbúð mannsins í gærkvöldi og mun halda blaðamannafund um málið í dag. Sveitarstjórnin mun einnig halda blaðamannafund. Leynilögreglan rannsakar einnig málið vegna gruns um hryðjuverkatengsl og/eða um hryðjuverk sé að ræða.

Hryðjuverkamaðurinn var vopnaður þegar hann náðist en lögreglan hefur ekki viljað segja hvers konar vopn er um að ræða. Lögreglan þurfti að kalla til aðstoð frá nærliggjandi héruðum og finnst sumum að viðbragðstíminn hafi verið langur sem bendir til skorts á staðbundnum lögreglumönnum.

Sjá nánar hér og hér og hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila