Vilja senda hryðjuverkamennina aftur „heim“

26 meðlimir hugveitu Evrópuráðs erlendra samskipta krefjast í opnu bréfi að ríkisstjórnir Evrópuríkja flytji tafarlaust hryðjuverkamenn ÍSIS „heim til sín“. 

Undir bréfið skrifa þekktir alþjóðasinnar eins og Carl Bildt fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, Pierre Schori formaður minningarsjóðs Olof Palmes, Hannes Swoboda fyrrum forseti Sósíalistabandalags ESB-þingsins, Bassma Kodmani, fyrrum forstjóri arabíska umbótafrumkvæðisins, Douglas Alexander forstjóri UNICEF, UK m.fl.

Krefjast bréfritarar að „umsvifalaust“ verði hafist handa við að flytja fangelsaða íslamíska vígamenn frá Sýrlandi tilbaka til þeirra landa þar sem þeir hafa ríkisborgararéttindi og fóru frá til að taka þátt í hryðjuverkum og óhugnanlegum manndrápum Íslamska ríkisins.

„ Að yfirgefa þá í hálfkláruðum fangelsum og yfirfullum flóttamannabúðum er ábyrgðarlaust og án mannúðar hvað varðar börnin“.

Alþjóðasinnarnir segjast hafa skilning á því að ríki í Evrópu hafi áhyggjur af öryggismálum sínum en segja að „yfirvöld geti kært þá, vakað yfir þeim og aðlagað þá að nýju inn í samfélög sín.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila