Hugbúnaður notaður til þess að verjast peningaþvætti

Gunnlaugur Jónsson framkvæmdastjóri Fjártækniklasans

Sérstakur hugbúnaður er eitt af þeim verkfræðum sem nýtast til þess að verjast og berjast gegn peningaþvætti innan bankakerfa. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gunnlaugs Jónssonar framkvæmdastóra Fjártækniklasans í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Ernu Ýrar Öldudóttur.

Gunnlaugur sagði búnað sem þennan dæmgerðan fyrir þá tækni sem fjármála og viðskiptageirinn geti hagnýtt sér í starfsemi fjármálafyrirtækja. Hann segir búnaðir byggja á gervigreind sem sé í sífeldri þróun

kerfin hugsa í reglum, sem sé greina hegðun þeirra sem til dæmis leggja inn peninga og ef vart verður við óvenjulega hegðun þá greinir hugbúnaðurinn það, menn verða þó að átta sig á því að glæpamenn geta þróast líka, lært á hvernig búnaðurinn vinnur og hvaða reglum hann er að fylgja og þá reyna hinir óprúttnu auðvitað að komast framhjá því, með því að fara framhjá skilgreiningum kerfisins, því verður svona hugbúnaður að vera í sífeldri þróun og uppfærslu“.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila