Hvassahraun óraunhæft – Bessastaðanesið besti kosturinn

Þær hugmyndir sem komu út úr Rögnunefndinni um að hægt væri að setja flugvöll í Hvassahraun sem síðar myndi þróast í að vera alþjóðaflugvöllur eru algerlega óraunhæfar, Bessastaðanesið væri hins vegar besti kosturinn. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Njáls Trausta Friðbertssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Njáll sem var flugumferðarstjóri á Akureyri bendir á að bæði hafi verið miklar jarðhræringar og eldgos nærri svæðinu og menn viti aldrei hvar næsta gos komi upp, að auki sé verið að fjárfesta mjög mikið fyrir flugvöllinn í Keflavík og svo sé verið að stækka flugstöðina þar núna og þar er framkvæmdaáætlun upp á 130 milljarða í gangi á næstu árum. Þá segir Njáll að ef ætti að byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni og geta sinnt því hlutverki sem flugvöllurinn í Keflavík geri nú þýði að það myndi kosta á bilinu 350 – til 400 milljarða eða um eina milljón á hvert mannsbarn í landinu.

„þetta eru tölurnar ef þú ætlar að búa til alvöru alþjóðaflugvöll í Hvassahrauni, bara til þess að gera klárt fyrir innanlandsflug eru tölurnar og það er verið að tala um að bara til þess að koma upp innanlandsflugi þar sé um 20 ára vinnsluferli og hitt tæki svo lengri tíma eins og von er.

Hann segir að svo verði að hafa í huga sjúkraflug og allar almannavarnir eins og nauðsynlegt sé þá sé staðsetningin heldur ekki nógu góð.

Hins vegar sé Reykjavíkurflugvöllur mjög vel staðsettur bæði út frá veðurfari og því sem hann sé að þjónusta, aðflug sé gott á allar brautir og mikil nálægð við sjúkrahúsið.

„þegar landið er selt þarna í Skerjafirðinum þegar þáverandi fjármálaráðherra Samfylkingarinnar selur og svo hinum megin Dagur B. sem skrifar undir fyrir hönd borgarinnar og þessir dómar í dómsölum snerust bara um það að samningar skyldu standa, það var aldrei í öllu ferlinu verið að meta öryggismál eða þjóðaröryggisvinkilinn eða nokkurn skapaðan hlut og í raun alveg ótrúlegt að þetta hafi farið svona langt.

Hann segir að þegar sé litið til baka þá sæti það furðu að ekki hafi verið metið hvert öryggishlutverk flugvallarins væri og hvað það myndi þýða varðandi sjúkraflugið, almannavarnir, neyðarbrautina og hlutverk vallarins sem varaflugvöllur.

Hann segir aðspurður um hvar hann telji besta kostinn vera til að staðsetja nýjan flugvöll segir Njáll.

„ég ætla bara segja það hér sem ég hef aldrei sagt opinberlega annars staðar áður að það er í raun og veru bara einn staður á höfuðborgarsvæðinu sem gæti tekið við því hlutverki sem Reykjavíkurflugvöllur gegnir nú og það er Bessastaðanesið“

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila