Húnæðismarkaðurinn afar blómlegur – Fjölmargar ástæður fyrir líflegum fasteignamarkaði

Ingólfur Geir Gissurarson löggildur fasteignasali

Að undanförnu hefur fasteignamarkaðurinn hér á landi verið afar blómlegur og er hreinlega slegist um hverja eigna sem kemur á markaðinn. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ingólfs Geirs Gissurarsonar löggilds fasteignasala hjá fasteignasölunni Valhöll í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.


Ingólfur segir að mikinn áhuga á fasteignaviðskiptum nú megi rekja til fjölmargra þátta, margir séu að kaupa eigna í fyrsta sinn en svo eru hagstæð lán að hafa mjög mikil áhrif á ákvarðanir fólks í fasteignaviðskiptum. Eignir séu jafn misjafnar og þær eru margar segir Ingólfur en hann segir að hann verði var við að á síðustu árum hafi verið áberandi hvað fólk sinni viðhaldi eigna sinna vel. 


Þá segir hann að eldra fólk sem sé að selja sínar eignir passi upp á að þær eignir séu í lagi við sölu, þannig sé ekki mikið um það að fólk kaupi eignir sem teljist gallaðar. Hann segir mjög mikla samkeppni á fasteignamarkaði og það sé mat hans að fasteignasala sé sú grein sem ríki hvað mest samkeppni í á Íslandi.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila