Húsnæðisliðurinn knýr helming verðbólgunnar – Stjórnvöld og sveitarfélög bera ábyrgð á ástandinu

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness

Gríðarlega hár húsnæðiskostnaður sem er hluti af neysluvísitölunni er það sem knýr um helming þeirrar verðbólgu sem nú hefur myndast. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Vilhjálms Birgissonar formanns Verkalýðsfélags Akraness í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Vilhjálmur segir mjög mikilvægt að almenningur átti sig á þessari staðreynd. Hann segir að þær útskýringar sérfræðinga um að ástæðan sé sú að vextir hafi lækkað of hratt og húsnæðisverð hækkað í kjölfarið vera rakalaust bull, málið sé alfarið á ábyrgð stjórnvalda og sveitarfélaga.

„við getum bara bent á þessa aðila og sagt að þeir beri ábyrgð á verðbólgunni vegna þess að þeir hafa ekki uppfyllt þá lágmarksskyldu sína að vera með nægt lóðaframboð, þannig að þessi framboðsskortur á fasteignum gerir það að verkum að fasteignaverð hér hefur hækkað eins og enginn sé morgundagurinn.“ segir Vilhjálmur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila