Húsnæðisverð í Stokkhólmi heldur áfram að lækka

Danske Bank spáir áframhaldandi verðlækkun á húsnæðismarkaðnum í

Stokkhólmi. Samkvæmt upplýsingum sem bankinn hefur aflað hefur íbúðarkaupum fækkað um helming milli mánaða (febrúar og mars) eftir greiðslukröfur húsnæðislána voru hertar í
Svíþjóð. Bankinn telur að verðfall muni halda áfram í Stokkhólmi næstu misserin vegna erfiðleika við sölu á fjölda nýrra íbúða. Fjármálaeftirlitið í Svíþjóð hefur sent frá sér skýrslu sem sýnir að sænsk
heimili auki lántökur stöðugt langt umfram greiðslugetu þeirra. Henrik Braconier hjá sænska Fjármálaeftirlitinu segir að það valdi áhyggjum að skuldakvótinn haldi áfram að hækka. Bendir hann á að það geri heimilin mun viðkvæmari fyrir mögulegum vaxtahækkunum í framtíðinni“. Þá kemur fram í sænska dagblaðinu að sex af hverjum átta bönkum virði ekki nýjar reglur um auknar greiðslukröfur lántakenda húsnæðislána.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila