Hvað eru embættismen ESB sem ekki tilheyra G7 að troða sér á fund iðnaðarríkjanna sjö?

Á skyltinu stendur G7 en á skylduljósmyndinni eru embættismennirnir 9 talsins. Ursula von der Leyen forseti ESB og Charles Michel forseti leiðtogaráðs ESB eru með á myndinni til viðbótar fulltrúum þeirra sjö iðnaðarríkja sem mynda G7 (var áður G8 en Rússar fá ekki lengur að vera með).

John Redwood þigmaður Íhaldsflokksins hefur gagnrýnt harðlega að ESB hafi tvo toppembættismenn viðstadda G7-fundinn í Cornwall að sögn Daily Mail. Auk fulltrúa þeirra sjö landa sem mynda G7 hópinn, þ.e.a.s Bandaríkin, Bretlands Þýskaland, Frakkland, Japan, Ítalíu og Kanada, eru Ursula der Leyen forseti ESB og Charles Michel forseti leiðtogaráðs ESB einnig með á fundinum. Redwood segir með þeim hafi ESB í raun fimm fulltrúa á fundinum. Skrifaði hann á Twitter, að þrjú ESB-ríki, Þýskaland, Frakkland og Ítalía geti verið fulltrúar ESB á fundinum með 3 atkvæði.
„Af hverju fær Evrópusambandið að senda tvo leiðtoga á fundinn, þannig að ESB er í meirihluta?“

Boris Johnson, sem hýsir viðburðinn, bauð einnig leiðtogum Indlands, Ástralíu og Suður-Kóreu að taka þátt í hluta umræðanna. Forseti framkvæmdastjórnar ESB hefur setið G7 fundi, eða forverar hans, síðan 1981. Síðan 2010 hefur forseta leiðtogaráðsins og meðfulltrúa ESB verið boðið. Rússland var aðili að G8 til ársins 2014 en var vísað úr ráðinu eftir innlimun Krímskaga.

Þetta eru leiðtogar G-ríkjanna sjö. Frá vinstri: Emmanuel Macron Frakklandsforseti, Mario Draghi forsætisráðherra Ítalíu, Angela Merkel kanslari Þýskalands, Joe Biden forseti Bandaríkjanna, Yshihide Suga forsætisráðherra Japans og Justin Trudeau,forsætisráðherra Kanada.

„Vending fyrir plánetuna“

Á ráðstefnunni er lögð áhersla á loftslagsbreytingar, baráttuna gegn covid-19 og alþjóðlegum öryggisógnum. Í inngangsræðu sinni sagði Johnson að G7 löndin yrðu að „lyfta samfélögunum upp“ eftir kórónufaraldurinn. Hann hvatti þróuð ríki heims til að „endurtaka ekki mistök síðustu kreppu, efnahagslega samdráttarins árið 2008, þegar batinn var ekki sá sami í öllum hlutum samfélagsins“.

Forsætisráðherrann bætti við: „Ég held að við höfum í raun mikla möguleika til þess vegna þess að við í G7 erum sameinuð í framtíðarsýn okkar um hreinni, grænni heim, sem lausn á vandamálum af völdum loftslagsbreytinga.“ David Attenborough þekktur fyrir sjónvarpsþætti sína um náttúruna sendi leiðtogunum kveðju og sagði „þið standið frammi fyrir mikilvægustu ákvörðunum í sögu mannkyns.“ Var hann þar að höfða til ákvarðana varðandi umhverfisvernd. Segja leiðtogar G7 ríkjanna í ályktun fundarins að 2021 verði vending plánetunnar, því fundurinn ákvað „grænar breytingar“ til að ná niður mengun. Markmiðið er að engum gróðurhúsalofttegundum verði hleypt út árið 2050.

„Eigið þið að líta út eins og ykkur finnist gaman?“

Á föstudag voru leiðtogar G7 myndaðir með drottningunni og vakti það kátínu, þegar Elísabet Bretadrottning spurði kankvíslega: „Eigið þið að líta út eins og ykkur finnist gaman?“ Johnson svaraði um hæl: „Við njótum samverunnar – þrátt fyrir útlitið.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila