Hver hælisleitandi kostar ríkið sex milljónir á ári

Hver hælisleitandi sem kemur hingað til lands kostar ríkissjóð sex milljónir árlega. Þetta kemur fram í Facebook færslu Ásmundar Friðrikssonar þingmann Sjálfstæðisflokksins í dag, en mikil umræða hefur verið um þann kostnað sem fellur á ríkið vegna þess fjölda hælisleitenda sem hingað koma á hverju ári og fer fjölgandi.

Ásmundur vekur athygli á því í færslunni að í gær hafi flugvél frá Ítalíu lent í keflavík með 35 farþega en þar af hafi verið 14 hælisleitendur, sem myndu þá kosta ríkissjóð 84 milljónir á ári. Þá bendir Ásmundur á að undanförnum 3 vikum hafi komið hingað talsverður fjöldi hælisleitenda sem kosti ríkið gríðarlega fjármuni

” Síðustu þrjár vikur hafa komið 54 hælisleitendur og kostnaðurinn vegna þeirra fyrir ríkissjóð því 324 milljónir” skrifar Ásmundur í færslunni.

Í gær kom farþegavél frá Ítalíu en með flugvélinni voru 35 farþegar. Þar af voru 14 hælisleitendur.Mér er sagt að…

Posted by Ásmundur Friðriksson on Sunday, 11 October 2020

Athugasemdir

athugasemdir

Deila