Hvers vegna fullyrðingar um loftslagsbreytingar eru rangar – (síðari hluti)

Okkar blessaða jörð. Dómsdagsspár hafa verið fylgifiskur mannkyns frá örófi alda. Útvarp Saga birtir hér síðari hluta greinar Micheal Shellenberger gegn dómsdagsspám vegna loftslagsins. (Wikicommons/Nasa).

Michael Shellenberger blaðamaður skrifar um orku og umhverfismál. Hann skrifaði nýlega grein um loftslagsmálin á Forbes og segir fullyrðingar um loftslagsbreytingar vera rangar. Útvarp Saga birti fyrri hluta greinarinnar í síðustu viku og hér kemur síðari hluti greinarinnar í lausri þýðingu en alla greinina má sjá á ensku hér.


Engin trúverðug vísindastofnun hefur fullyrt að loftslagsbreytingar ógni endalokun mannkyns

„Athugum hvort vísindin styðji það sem sagt er: Í fyrsta lagi hefur engin trúverðug vísindastofnun nokkurn tíman sagt, að loftslagsbreytingar ógni með endalokum siðmenningar, hvað þá heldur útrýmingu mannkyns t.d.. „Börnin okkar munu deyja á næstu 10 til 20 árum.” Hver er vísindalegur grundvöllur fyrir þessum fullyrðingum? var óþægileg spurning Andrew Neil hjá BBC til talsmanns Extinction Rebellion, XR, í síðasta mánuði.

„Að vísu hefur verið deilt um þessar fullyrðingar,“ sagði hún. „Það eru sumir vísindamenn sem eru sammála og aðrir, sem segja að þetta sé ekki satt. En málið er, að þessi dauðsföll munu gerast.”

„En flestir vísindamenn eru ekki sammála þessu,“ sagði Neil. „Ég skoðaði skýrslur Alþjóða loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, IPCC, og sá enga tilvísun um að milljarðir manna munu deyja eða börn innan 20 ára. Hvernig eiga þau að deyja? “

„Fjöldaflutningar um allan heim eiga sér þegar stað vegna langvarandi þurrka í löndum, einkum í Suður-Asíu. Það loga óheftir eldar í Indónesíu, Amazon regnskóginum, Síberíu, norðurheimskautinu“ sagði hún.

En með því að segja það, gaf talsmaður Extinction Rebellion, XR, rangar upplýsingar um vísindin á grófan hátt. „Það eru góðar sannanir um að hamfarir hafi hrakið fólk á flótta um allan heim“ segir IPCC „en takmarkaðar vísbendingar um að loftslagsbreytingar eða hækkun sjávarborðs séu bein orsök.”

Hvað með „fjöldaflutninga“? „Meirihluti fólksflutninga sem af þessu hlýst hafa tilhneigingu til að eiga sér stað innan landamæra þeirra landa, sem verða fyrir áhrifum“ segir IPCC.

99,7% fækkun dauðsvalda af völdum náttúruhamfara síðan 1931

Það er ekki eins og loftslagið skipti ekki máli, heldur vega aðrir þættir þyngra en loftslagsbreytingar. Fyrr á þessu ári sáu vísindamenn, að loftslagið „hefur haft áhrif á skipulögð vopnuð átök innan landa. Hins vegar er talið, að aðrir þættir eins og lítil félagsleg efnahagsþróun og takmörkuð geta ríkisins, hafi haft verulega meiri áhrif.“

Í janúar s.l. eftir að loftslagsvísindamenn gagnrýndu Ocasio-Cortez fyrir að segja, að heimurinn myndi líða undir lok á 12 árum, sagði talsmaður hennar „Við getum rifist um orðavalið, hvort sem þetta er tilvistarlegt eða hættulegt. Við sjáum mörg vandamál loftslagsbreytinga, sem hafa þegar áhrif á líf.” Síðasta meiningin getur verið sönn, en það er líka satt að efnahagsþróunin hefur gert okkur minna viðkvæm sem útskýrir 99,7% fækkun dauðsfalla af völdum náttúruhamfara frá hámarksárinu 1931.

Michael Shellenberger hefur látið umhverfismál sig miklu skipta og var kallaður „Umhverfishetjan” af tímaritinu Time.

Árið 1931 létust 3,7 milljónir manna af völdum náttúruhamfara. Árið 2018 dóu aðeins 11.000 af sömu ástæðu. Þessi fækkun varð á sama tímabili og jarðarbúar fjórfalduðust.

Hvað með hækkun sjávarborðs? IPCC áætlar að sjávarborð gæti hækkað um 0,6 metra árið 2100. Hljómar það sem endalokaspá eða jafnvel „óviðráðanlegt“?

Atugum að þriðjungur Hollands er undir sjávarmáli og sum svæði eru sjö metrum undir sjávarmáli. Þú gætir mótmælt því, að Holland sé ríkt á meðan Bangladesh er fátækt. En Holland aðlagaðist því að búa undir sjávarmáli fyrir 400 árum síðan. Tæknin hefur batnað svolítið síðan þá.

Hveitiuppskeran hefur allt að þrefaldast síðan á sjötta áratug – aðgangur fátækra þjóða að dráttarvélum, áveitu og áburði meira afgerandi en loftslagsbreytingar að sögn FAO

Hvað með fullyrðingar um uppskerubrest, hungursneyð og fjöldadauða? Þetta eru vísindaskáldsögur, ekki vísindi. Menn framleiða í dag næga fæðu fyrir 10 milljarða manna eða 25% meira en við þurfum og vísindastofnanir spá enn frekari aukningu – ekki minnkun.

Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) spáir 30% uppskeruaukningu árið 2050. Og búist er við, að fátækustu hlutar heimsins eins og Afríku sunnan við Sahara sjái aukningu milli 80 – 90%.

Enginn segir, að loftslagsbreytingar geti ekki haft neikvæð áhrif á uppskeruna. Þær gætu gert það. En slíkt ber að setja í sitt rétta samhengi. Hveitiuppskeran hefur aukist um 100 til 300% um allan heim síðan á sjötta áratugnum en rannsókn á 30 tegundum sýndi, að uppskeran myndi minnka um 6% fyrir hverja gráðu á Celsíus sem hitastig hækkar.

Aukning uppskeru í framtíðinni fer miklu meira eftir því, hvort fátækar þjóðir hafi aðgang að dráttarvélum, áveitu og áburði en loftslagsbreytingum að sögn FAO

Samanlagt útskýrir þetta allt, hvers vegna IPCC gerir ráð fyrir að loftslagsbreytingar muni hafa lítil áhrif á hagvöxt. IPCC áformar að hagkerfi heimsins verði 300 – 500% stærra en það er í dag ár 2100. Bæði IPCC og Nóbelsverðlaunahafinn William Nordhaus, hagfræðingur Yale, spá því að 2,5 – 4 ° C hlýnun og myndi draga úr vergri landsframleiðslu um 2 – 5% á sama tímabili.

Þýðir þetta að við ættum ekki að hafa áhyggjur af loftslagsbreytingum? Alls ekki.

Ein af ástæðunum fyrir því að ég vinn að loftslagsbreytingum er vegna þess, að ég hef áhyggjur af áhrifum þeirra á dýrategundir sem eru í útrýmingarhættu. Loftslagsbreytingar geta ógnað einni milljón tegunda á heimsvísu og helmingi allra spendýra, skriðdýra og froskdýra á fjölbreyttum stöðum eins og Albertine-rifinu í Mið-Afríku, þar sem fjallgórillan er í útrýmingarhættu.

En það er ekki raunin, að „við setjum eigin afkomu í hættu“ með útrýmingu eins og Elizabeth Kolbert fullyrti í bók sinni, Sjötta útrýmingin. Eins hörmulegar og útrýmingar dýra eru, þá ógna þær ekki menningu manna. Ef við viljum bjarga tegundum í útrýmingarhættu, þurfum við að gera það vegna þess, að okkur er annt um dýralíf af andlegum, siðferðilegum eða fagurfræðilegum ástæðum en ekki vegna eigin lífsafkomu. Það eru öfugmæli að ýkja áhættuna með því að telja, að loftslagsbreytingar séu mikilvægari en hlutir eins og eyðilegging búsvæða.

Til dæmis eru eldar í Ástralíu ekki vegna dauða koala bjarndýra eins og Bill McKibben heldur fram. Helsta vísindastofnunin sem fylgist með tegundinni, Alþjóðasambandið fyrir náttúruvernd, IUCN, merkti kóala birni sem „viðkvæma“ sem er einu stigi minna en „í útrýmingarhættu“ og tveimur stigum minna en „í lífshættu“ og þremur stigum minna en „útdauðir“ í náttúrunni.

Ættum við að hafa áhyggjur af koala? Algjörlega! Þetta eru ótrúleg dýr og þeim hefur fækkað í um 300.000. En þeir standa frammi fyrir miklu stærri hættum eins og eyðingu búsvæða, sjúkdómum, skógareldum og hraðvaxandi tegundum. Hugsaðu um þetta þannig. Loftslagið gæti breyst verulega – og við gætum samt bjargað kóalabirnum. Á hinn bóginn gæti loftslagið aðeins breyst lítillega – og koalabirnir í hættu að verða útrýmt. Einhliða áhersla á loftslag tekur athygli okkar frá öðrum ógnum við kóala birni og tækifærum til að vernda þá eins og við verndun og stækkun búsvæðis þeirra.

Lofslagsbreytingar ekki ástæða skógarelda

Hvað eldinn varðar, segir einn helsti vísindamaður Ástralíu um málið: „Hægt er að útskýra tap vegna skógarelda með aukinni útsetningu bústaða við eldhættu. Það þarf ekki að nefna nein önnur áhrif. Þannig að jafnvel þótt loftslagsbreytingar hefðu átt smávegis þátt í því að breyta nýlegum skógareldum og það er ekki hægt að útiloka það, þá hverfa slík áhrif vegna augljósra áhrifa á áhættu eigna vegna breytinga á útsetningu bústaða.”

Eldarnir eru heldur ekki eingöngu vegna þurrka, sem eru algengir í Ástralíu og óvenjumiklir á þessu ári. „Loftslagsbreytingar gegna sínu hlutverki“ sagði Richard Thornton hjá Rannsóknarsetri eldsvoða og náttúruhamfara í Ástralíu, “en það er ekki orsök þessara eldsvoða.”

Sama gildir um eldsvoða í Bandaríkjunum. Árið 2017 gerðu vísindamenn líkan af 37 mismunandi svæðum og komust að því „að fólk getur ekki aðeins haft áhrif á eldssvæðin heldur getur nærvera fólks í raun hnekkt áhrifum loftslags eða útrýmt þeim.” Af þeim 10 breytum sem hafa áhrif á elda var „engin eins mikilvæg… og mannbreytingar“ til dæmis að byggja heimili nálægt skógi og nýta viðareldsneyti í skógum.

Loftslagsvísindamenn farnir að mæla gegn ýkjum aðgerðarsinna, blaðamanna og annarra vísindamanna

„Þó að margar dýrategundir séu undir útrýmingarhótun“ sagði Ken Caldeira frá Stanford, „þá ógna loftslagsbreytingar ekki útrýmingu mannkyns… ég myndi ekki vilja sjá okkur hvetja fólk til að gera rétt með því að láta það trúa einhverju sem er rangt.”

Ég spurði ástralska loftslagsvísindamanninn Tom Wigley, hvað honum fyndist um fullyrðinguna um að loftslagsbreytingar ógni lífi mannkyns. „Það truflar mig virkilega, vegna þess að það er rangt,“ sagði hann. „Allt þetta unga fólk hefur verið upplýst á rangan hátt. Og að hluta til er það Gretu Thunberg að kenna. Ekki vísvitandi. En hún hefur rangt fyrir sér. ”

En þurfa vísindamenn og aðgerðarsinnar ekki að ýkja til að fá athygli almennings? „Ég minnist þess sem, Steve Schneider, loftslagsfræðingur Stanford háskólans, sagði venjulega,“ svaraði Wigley. „Hann sagði, að sem vísindamenn ættum við í raun ekki að hafa áhyggjur af því, hvernig við segjum hlutina við fólk úti á götu, sem gæti þurft að fá hnipp í ákveðna átt til að átta sig á því, að þetta er alvarlegt vandamál. Steve hafði engar áhyggjur af því að tala á þannig hlutdrægan hátt. Ég er ekki alveg sammála því.”

Wigley hóf störf í loftslagsvísindum að fullu árið 1975 og bjó til eitt af fyrstu loftslagslíkönum (MAGICC) árið 1987. Það er enn eitt helsta loftslagslíkanið, sem er notað í dag.

„Þegar ég tala við venjulega áheyrendur,“ sagði hann, „þá bendi ég á, að sum atriði geta dregið úr hitauppstreymi og önnur geta aukið það. Ég reyni alltaf að koma báðum hliðum á framfæri.”

Dómsdagsspár loftslagsaðgerðasinna koma í veg fyrir að fátækar þjóðir geti fengið þá ódýru orkugjafa sem þær þurfa til að geta þróast

Hluti af því sem fer í taugarnar á mér varðandi dómsdagsumræðu loftslagsaðgerðarsinna er, að henni fylgja oft kröfur um að fátækum þjóðum er neitað um þá ódýru orkugjafa sem þær þurfa á að halda til að geta þróast. Ég hef komist að því, að margir vísindamenn deila þeim áhyggjum mínum.

„Til að lágmarka koltvísýring í andrúmsloftinu árið 2070 mætti flýta fyrir brennslu kola á Indlandi í dag,“ segir loftslagsvísindamaður MIT, Kerry Emanuel. „Það hljómar ekki skynsamlega. Kol eru hræðileg vegna kolefnis. En með því að brenna miklum kolum, þá verða þeir auðugri og með því að verða ríkari, þá eignast þeir færri börn og það verða því ekki eins margir sem brenna kolefni, þannig að ástandið gæti orðið betra árið 2070.“

Emanuel og Wigley segja, að öfgakennd orðræða geri pólitískt samkomulag um loftslagsbreytingar erfiðari. „Þú verður að finna einhvern milliveg, þar sem þú gerir skynsamlega hluti til að draga úr áhættunni og reynir á sama tíma að lyfta fólki upp úr fátæktinni svo það geti áorkað meira,“ sagði Emanuel. „Við ættum ekki að neyðast til að velja á milli þess að lyfta fólki upp úr fátækt og gera eitthvað fyrir loftslagið.”

Til allrar hamingju, þá er nóg til af milliveg á milli endaloka mannkyns vegna loftslagsspádóma og afneitunar loftslagsbreytinga.

Fylgdu mér á Twitter. Skoðaðu vefsíðuna mína eða önnur verk mín hér.

Michael Shellenberger

Athugasemdir

athugasemdir

Deila