Hvetja fyrirtæki og stofnanir til þess að gæta ítrustu sóttvarna

Sóttvarnalæknir og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa sent frá sér tilkynningu þar sem fyrirtæki og opinberar stofnanir eru hvattar til þess að gæta að ítrustu sóttvörnum. Hvatt er meðal annars til grímunotkunar þar sem ekki er hægt að tryggja eins meters fjarlægðarmörk, skipta stórum rýmum og deildum upp í sóttvarnarhólf sem og reyna eftir fremsta megni að láta starfsfólk sem hefur tök á fjarvinnu að taka upp fjarvinnu.

Þá er einnig minnt á mikilvægi einstaklingssmitvarna eins og handþvott og sprittun. Þá hafa verið gefnar út leiðbeiningar hvað varðar smit og sóttvarnir en nálgast má upplýsingarnar með því að smella hér.

Smelltu hér til þess að komast á vefinn Covid.is

Athugasemdir

athugasemdir

Deila