Hvíl í friði lögreglumaður Andreas Danman – enginn úr sænsku ríkisstjórninni viðstaddur jarðaförina

Útför lögreglumannsins Andreas Danman fór fram í Gautaborg í gær. Nær þúsund manns voru viðstödd útförina og varð að nota sænska sýningarsalinn til að rýma yfir 600 lögreglumenn og hermenn, því einungis 125 fengu að vera í Vasa kirkjan vegna covid. (Sksk Youtube)

Stefan Löfven forsætisráðherra er harðlega gagnrýndur og ríkisstjórnin sem slík fyrir að hafa hunsað útför hins myrta lögreglumanns Andreas Danman, sem fram fór 30. júlí í Vasa kirkjunni í Gautaborg. Enginn fulltrúi ríkisstjórnarinnar var viðstaddur jarðaförina og forsætisráðherrann lætur mynda sig í sumarfríi á sumarbústað sínum í Örnsköldsvík. Vegna covid gat takmarkaður fjöldi eða 125 verið í kirkjunni og fóru þá yfir 600 lögreglumenn og hermenn sem vildu heiðra hinn látna félaga sinn á sænska sýningarskálann, þar sem stórskjám hafði verið komið fyrir með beinni útsendingu af jarðaförinni. Fólk kom hvaðanæva af landinu til að ganga síðasta spölinn með Danman og kveðja hann hinstu kveðju, flestir frá heimabænum Helsingjaborg.

Jan Sprangers hjá sænska sjónvarpinu sagði að sýningarskálinn hefði verið skreyttur með blómum og stórri mynd af Andreas Danman ásamt þremur stórskjám. Sjá má hluta af viðhöfninni á myndbandi hér að neðan. Síðar um daginn eftir jarðaförina var einnig haldin minningarstund við minnismerki hermanna í Färjenäs á Hisingen. 

Ríkislögreglustjórinn Mats Löfving, Klas Friberg yfir maður leynilögreglunnar Säpo, Klas Johansson svæðislögreglustjóri Vestur-Svíþjóðar ásamt fleiri yfirmönnum og yfir 600 lögreglumönnum og hermönnum voru viðstaddir athöfnina en ríkisstjórnin sendi engan fulltrúa. Töluvert er rætt um hegðun ríkisstjórnarinnar á fjölmiðlum og Björn Söder, þingmaður Svíþjóðardemókrata, hefur sent forsætisráðherranum skriflega fyrirspurn um hvers vegna hann mætti ekki við jarðaförina:

„Hvers vegna valdi forsætisráðherrann að vera ekki viðstaddur jarðaför hins myrta lögreglumanns eða sendi fulltrúa ríkisstjórnarinnar til að sýna samúð ríkisstjórnarinnar og sýna virðingu fyrir þeim störfum sem Danman vann fyrir sænska ríkið?“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila