Hyggjast setja lög á kjaradeildu flugvirkja gæslunnar

Ríkisstórnin samþykkti í morgun að lagt yrði fram frumvarp í dag sem mun binda enda á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni en eins og kunnugt er hefur engin þyrla gæslunnar verið til taks nú í rúman sólarhring vegna deilunnar. Í yfirlýsingu frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra vegna málsins segir að þörfin fyrir öfluga björgunarþjónustu sé hvað brýnust á þessum tíma árs þegar dimmasta skammdegið fer í hönd hættulegar veðurfarslegar aðstæður geti skapast víða um land og þá ekki síst fyrir sjófarendur á miðunum í kringum landið, auk þess sem þyrlurnar sinni öðrum brýnum verkefnum og við þyrluleysið verði ekki unað. Áslaug segir óverjandi að grípa ekki inn í þá stöðu sem upp er komin

“ ég tel ekki rétt að ein stétt hjá Landhelgisgæslunni geti haft þessi gífurlegu áhrif á öryggismál þjóðarinnar, einkum og sér í lagi þegar haft er í huga að öðrum mikilvægum starfsmönnum stofnunarinnar er óheimilt að fara í verkfall með vísan til almannahagsmuna

Því hafi verið tekin sú ákvörðun að leggja fram frumvarp til þess að stöðva verkfall flugvirkjanna

Ég hef því lagt það til og ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja fyrir Alþingi frumvarp að lögum til að stöðva verkfallið og gerðardómi verði falið að ákveða kaup og kjör flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni hafi samningar ekki tekist fyrir 4. janúar nk

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila