Í gæsluvarðhald fyrir ósæmilega hegðun í Laugardal

Karlmaður sem handtekinn var á dögunum í annarlegu ástandi í Laugardal eftir að hafa berað sig fyrir framan börn sem áttu leið hjá, hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Samkvæmt upplýsingum var ágengni mannsins við börn orðin slík að ekki varð við unað og þurftu rekstraraðilar æfingarhúsnæðis um tíma að takmarka aðgengi vegna mannsins.

Í tilkynningu lögreglunnar vegna málsins segir að viðkomandi hafi ítrekað komið við sögu hjá lögreglu vegna blygðunarsemisbrota gagnvart börnum og fullorðnum á sama svæði síðustu vikur og mánuði.

Deila