Í Svíþjóð ganga ÍSIS hryðjuverkakonur lausar – í Danmörku missa þær ríkisborgararéttindin

Hryðjuverkasérfræðingurinn Magnus Ranstorp er lítið hrifinn af uppátæki sænskra yfirvalda að sleppa hryðjuverkakonum Íslamska ríkisins lausum við komuna til Svíþjóðar. Um 150 hryðjuverkamenn hafa snúið aftur til Svíþjóðar eftir þáttöku í stríðsglæpum Íslamska ríkisins, þjóðarmorðum og broti gegn mannkyni. (Sksk sænska sjónvarpið).

Miklar umræður eru í Svíþjóð vegna slappleika yfirvalda að láta ÍSIS konur lausar eftir yfirheyrslu við komuna til Svíþjóðar eftir margra ára þáttöku þáttöku í stríðsglæpum, fjöldaaftökum og fólkmorði. Í Svíþjóð var ein konan látin laus eftir stutta yfirheyrslu og fékk lestarmiða og símanúmerið á félagsmálastofnun í Gautaborg. Ekkert mat eða rannsókn fór fram á því, hvort konurnar væru öryggisógn við Svía en ríkisstjórn Svíþjóðar sótti þær í fangabúðir með harðsvíruðum ÍSIS hryðjuverkamönnum og flutti til Svíþjóðar.

„Svik við allt sem við höfum gert – Svíar geta orðið næstu fórnalömb“

Kúrdar vilja að Svíþjóð dragi konurnar fyrir dómstóla fyrir stríðsglæpi og brot gegn mannkyni. Shiyar Ali Svíþjóðarfulltrúi Kúrda segir þegar hann fréttir að hryðjuverkakonum ÍSIS var sleppt lausum eftir yfirheyrslurnar: „Þetta eru svik við allt sem við höfum gert. Sænskir ríkisborgarar geta orðið næstu fórnarlömbin. Þetta er bara sorglegt. Hver á að taka ábyrgð, ef þær gera eitthvað eða eitthvað hræðilget gerist? Hver?“

Þær þrjár konur, sem komu nýlega til Svíþjóðar eru allar lausar, þrátt fyrir að vitað sé um athæfi þeirra:

  • Kona frá Gautaborg, grunuð um þjóðarmorð, stríðsglæpi og brot gegn mannkyni var sleppt lausri eftir yfirheyrslu. Yfirvöld sjá um börnin hennar.
  • Önnur kona, sem kom sjálf til baka til Svíþjóðar og talin geðveik, var áður dæmd til vistar á geðdeild m.a. fyrir að hafa hótað að drepa starfsmann á sjúkrahúsi. Hún sagði starfsmönnum að hún hefði verið með í ÍS og drepið fólk. Hún sagðist ætla að skera hálsinn af föður eins starfsmanns geðdeildarinnar. Konan er grunuð um stríðsglæpi en var látin laus eftir yfirheyrslu lögreglunnar. Ættingi kom og sótti hana.
  • 48 ára kona fór ár 2013 til Sýrlands með fimm yngri börn sín. Sendi hún tvo syni sína í heilagastríð ÍSIS sem barnahermenn sem báðir voru drepnir 14 ára og 18 ára gamlir. Hún er grunuð um stríðsglæpi og þvingunarhjónabönd. Hún var einnig látin laus eftir yfirheyrslu hjá lögreglunni við komuna til Svíþjóðar.

Hryðjuverkasérfræðingurinn Magnus Ranstorp illur út í sænsk yfirvöld

Hingað til hafa 150 hryðjuverkamenn, konur og karlmenn komið til baka frá Sýrlandi. Núna eru miklar umræður um hvað hefur orðið af þessu hryðjuverkafólki eftir komuna til Svíþjóðar. Magnus Ranstorp hryðjuverkafræðingur er reiður út í stjórnvöld fyrir meðhöndlum þessara mála:

„Það er algjörlega óviðeigandi að taka ekki þessi mál fastari tökum. Ég verð öskuillur, þegar ég heyri þetta,“ segir Magnus Ranstorp í viðtali við sænska sjónvarpið. „Konurnar hafa lifað við svo mikið ofbeldi í kringum sig. Svíþjóð verður að gera meira en að bara að taka á móti konunum á skipulagðan hátt. Þeim er síðan sleppt en það þarf að samhæfa aðgerðir lögreglu og félagsmálastofnunar betur.“

Danmörk afnemur ríkisborgararéttinn af ÍSIS hryðjuverkamönnum og rekur þá ævilangt úr landi

Í Danmörku taka menn allt öðru vísi á málunum en í Svíþjóð. Nýlega féll dómur í máli Adam Touhou 29 ára gamals ÍSIS hryðjuverkamanns. Fékk hann 6 ára fangelsi, afnám danskra ríkisborgararéttinda og ævilanga brottvísun úr Danmörku fyrir að hafa fengið mann til Íslamska ríkisins frá Danmörku með loforði um „mat, vopn og bróðurkærleik.“ Sá maður, Hafed Matoussi var 2018 dæmdur í þriggja ára fangelsi og brottvísun ævilangt frá Danmörku fyrir þáttöku í hryðjuverkum Íslamska ríkisins.

Síðan 2007 eru sérstök viðbrögð í Danmörku við þeim „sem hætta hryðjuverkum og snúa aftur til Danmerkur.“ Ekki eru þagnarreglur milli ólíkra yfirvalda eins og í Svíþjóð og því geta yfirvöld óhindrað miðlað upplýsingum sín á milli.

Magnus Ranstorp segir að Svíþjóð verði að læra af öðrum löndum varðandi meðhöndlun hryðjuverkamanna: „Við þurfum að hafa einhvern sem hefur yfirumsjón með þessum einstaklingum og lætur ekki málin falla niður, því það er ekki gert í öðrum löndum…Það gengur ekki að svona stórhættulegum einstaklingum sé bara sleppt og látnir ganga lausir. Það verður að vinna á allt annan hátt með þessar ÍSIS konur en við gerum í dag.“

Svíþjóð gerir lítið sem ekkert til að verja eigin landsmenn gegn þessum hryðjuverkamönnum

Ranstorp segir áfram: „Sænska afstaðan er að gera svo lítið sem mögulegt er. Þetta aðgerðarleysi er engan veginn hægt að verja. Það hafa farið 300 manns frá Svíþjóð til Íslamska ríkisins og um 150 hafa komið aftur til baka. Yfirvöld hafa ekki einu sinni rætt við alla og þau hafa ekki tekið þessi mál alvarlega. Þetta eru stórhættulegir einstaklingar sem hafa verið hjá grimmustu hryðjuverkasamtökum í heimi.“

Sjá hér og hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila