Íbúar í ríkjum Evrópu vilja fá frið í Úkraínu

Ný könnun frá ECFR „European Council on Foreign Affairs“ sýnir að hlutfallslegur meirihluti Evrópubúa vill að bundinn verði endi á stríðið í Úkraínu eins fljótt og auðið er, jafnvel þótt það þýði, að Kænugarður neyðist til að gefa eftir landssvæði til Rússlands. Græni liturinn sýnir stuðning við frið, fjólublár stuðning við áframhaldandi stríð.

Evrópubúar styðja tafarlausan frið í Úkraínu

Remix News greinir frá könnun ECFR, sem sýnir, að skiptar skoðanir eru á milli þeirra sem vilja frið og hinna, sem vilja að stríðinu verðið haldið áfram til að „refsa Rússum.“

Eins og sjá má á myndinni að ofan, þá er stærstur friðarvilji meðal Ítala, Þjóðverja, Rúmena og Svíþjóð lendir í miðju: 38% vilja frið og 22 % vilja áframhaldandi stríðsrekstur gegn Rússum.

Í öllum löndum sem könnuð voru nema Póllandi eru fleiri sem vilja frið en stríð. Jafnvel í Bretlandi – þar sem mjög mikil stríðsherferð er í gangi í fjölmiðlum með miklum skálduðum æsingarfréttum – hafa friðarsinnar yfirtökin yfir stríðsæsingamönnum en mjótt er á munum.

Ítalía sker sig úr, íbúarnir þar hafa mestan áhuga á að binda endi á stríðið. Samkvæmt 35 % Ítala eru Úkraína og Vesturlönd stærsta hindrunin í vegi friðar en 39 % telja, að það sé Rússland. Í Svíþjóð og Finnlandi telja flestir að Rússland sé stærsta hindrunin í vegi friðar, 87% í Finnlandi og 82% í Svíþjóð.

Könnunina má skoða á ensku með útskýringarmyndum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila