Íbúar Kanada gætu þurft að taka covid-örvunarsprautu þriðja hvern mánuð

Kanadamenn gætu þurft að taka örvunarsprautu af covid bóluefninu á þriggja mánaða fresti samkvæmt smitsjúkdómanefnd Kanada. Justin Trudeau forsætisráðherra hótar með nýjum lokunum, ef Kanadamenn taka ekki örvunarsprauturnar (mynd úr safni/EU CC 4.0).

Ríkisstjórn Kanada örvar bóluefnasölu lyfjarisanna

Landsnefnd Kanada um bólusetningar (NACI) sér um ráðleggingar og leiðbeiningar varðandi núverandi eða nýsamþykkt bóluefni í landinu. Í byrjun september úrskurðaði nefndin, að Kanadamenn ættu að íhuga að taka svokallaða örvunarsprautu af covid bóluefninu á þriggja mánaða fresti, segir Vancouver Sun. NACI segir í yfirlýsingu:

„Styttra tímabil – að minnsta kosti þrír mánuðir, getur verið réttlætanlegt vegna aukinnar faraldshættu og einnig varðandi skilvirka framkvæmd Covid-19 bólusetningaráætlunarinnar.“

Kanadíska heilbrigðisráðuneytið hvatti Kanadamenn í júní til að byrja að sprauta sig á níu mánaða fresti, þar sem heilbrigðisráðherrann Jean-Yves Duclos útskýrði, að ekki ætti lengur að nota orðatiltækið „endanleg bólusetning“ heldur „uppfærð bólusetning“ með örvunarsprautunum. Bendir það til þess, að engin áform séu um að hætta tilraunabólusetningum gegn Covid-19. Skv. Toronto Sun, þá varaði Duclos landsmenn sína við:

„Við verðum aldrei að fullu bólusett gegn covid-19.“

Níu mánuðir urðu sex og núna verða sex mánuðir þrír….

Níu mánuðum var síðan fljótlega breytt í sex mánuði og mátti lesa á vefsíðu ríkisstjórnarinnar að „ef það eru liðnir meira en 6 mánuðir frá síðustu sprautu, þá skaltu íhuga að taka nýja.“ Justin Trudeau forsætisráðherra varaði landsmenn við því í byrjun september, að covid-19 mun dreifast meira á komandi vetri og því nauðsynlegt fyrir alla að fá örvunarsprautu.

„Ef allt að 80, 85, 90 % af Kanadamönnum verða „uppfærðir“ þá munum við fá mun betri vetur með færri takmörkunum og reglum.“

Samkvæmt CTV News hafa 49,5 % Kanadamanna tekið örvunarsprautu. Aðeins 12,4 % hafa tekið a.m.k. tvær örvunarsprautur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila