IKEA innréttar bænaherbergi fyrir múslíma í verzlunum sínum

Myndir af skiltum sem sýna að IKEA hefur byrjað með sérstök bænaherbergi fyrir múslíma hafa gengið um á félagsmiðlum í Svíþjóð. Vöruhúsið staðfestir að bænaherbergi séu til komin vegna þess að IKEA vilji vera ”opið og innbjóðandi”. Bæði í Linköping og Västerås sjást nýju skiltin á ensku ”prayer room” við hliðina á hefðbundnum öðrum skiltum við klósettrými. IKEA segir á félagsmiðlum að taka verði tillit till ólíkra hópa og segir að ”prayer room” sé ekki einungis hugsað sem bænarými heldur einnig sem “herbergi til hvíldar og jafnvel að taka barn á brjóst.”
Margir viðskiptavinir hafa brugðist sterkt við fréttinni og segjast fara á IKEA til að verzla – ekki til að stunda trúarbrögð. Margir skrifa á facebooksíðu IKEA að þeir hætti að verzla á IKEA. Einn viðskiptavinur vekur athygli IKEA á því að um 6 milljónir Svía séu í Sænsku kirkjunni og spyr af hverju ekki séu fleiri bænaherbergi ef ætlunin sé að vera ”opinn og innbjóðandi” fyrir mismunandi fólk. Annar spyr hvort það samræmist múslímskum bænasiðum að kona komi askvaðandi inn og byrji að gefa barni sínu brjóst þegar bannað er fyrir konur og karlmenn að vera í sama herbergi við bænir. Einn annar spyr hvort IKEA selji halal merktar vörur. Sjá nánar hér.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila