Gústaf Skúlason skrifar: Boðskapur IKEA er að ekki eigi að nota orðið jól

Frá landi pólitísks réttrúnaðar, heimalandi IKEA Svíþjóð kemur jólaboðskapurinn í ár: Ekki á lengur að nota orðið jól  heldur á að segja ”vetrarveisla” í staðinn svo að múslímum finnist ekki gengið nærri sér. Leiðtoga Dansk Folkeparti, Peter Skaarup finnst þetta allt of langt gengið og skrifar á Facebook:


Á meðan flestir Danir gleðjast yfir því að halda upp á hefðbundin dönsk jól, þá ætlar IKEA að halda ”vetrarveislu”. Ég er hrifinn af Svíþjóð og Svíum en stjórnmálalegi rétttrúnaðurinn sem kemur frá nágrannalandi okkar er orðinn ansi yfirgengilegur. Hvað finnst þér, ætlar þú að halda upp á jólin í desember eða heldur þú vetrarveislu þann 24. desember í ár?

Mads Fuglede frá borgaralega Venstre flokknum skrifar á sinni Facebook síðu: 


Ég hlakka virkilega til að geta sagt: Því miður getum við ekki farið til IKEA ástin mín. Ég held mikið upp á þá en þeir kalla jólin vetrarveislu og þá verðum við að hætta að fara þangað”.

Christian Mouroux markaðsstjóri IKEA skilur ekki gagnrýnina og segir í viðtali við danska útvarpið, að IKEA framleiði vörur byggðar á árstíðum fjórum sinnum á ári í stað þess að nefna einstakar hátíðir:

Núna erum við á leið inn í árstíð sem kallast vetur og þess vegna höfum við skapað vörur fyrir allan þann árstíma”.

IKEA hefur áður vikið frá orðinu ”jól” t.d. árið 2001 en þá hætti IKEA að hafa jólamorgunverð og gefa jólagjafir. Í staðin heldur IKEA ársveislu. Þá var breyting málfaris útskýrð vegna nýrrar virkrar stefnu vöruhússins í fjölmenningarmálum.  Sjá nánar hér og hér.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila