Ný frétt: IKEA lokar öllum verslunum sínum í Kína vegna kóróna veirunnar

Margir hafa smitast af kóróna veirunni og núna hefur IKEA lokað öllum verslunum sínum í Kína tímabundið. Fyrst var ákveðið að loka helming verslananna en daginn eftir ákvað IKEA að loka þeim öllum. Áður hafði IKEA bannað allar viðskiptaferðir til og frá Kína.

Síðan í lok desember hafa að minnsta kosti 106 manns dáið af völdum veirunnar og 6 074 veikst samkvæmt opinberum tölum heilsumiðstöð Evrópu ECDC. Tölur hækka allan tímann og fjöldi flugfélaga hafa hætt flugferðum til og frá Kína eins og Lufthansa og British Airways. Veirusýking hefur fundist m.a. í Finnlandi, Þýzkalandi og Frakklandi og fleiri löndum í Evrópu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila