Imam í Malmö bannar sænska þjóðfánann – segir hann standa fyrir „fullkomna villutrú“

Æðstipresturinn Basem Mahmoud starfar í Rosengård í Malmö, sem skilgreint er sem sérstakt viðkvæmt svæði. Hann hefur bannað sænska fánann. Expressen greinir frá.

Ástæðan er sú að sænski fáninn inniheldur kross, sem er kristilegt tákn. Æðstaprestinum í Rosengård finnst það óviðeigandi.

Ekki síst er Basem Mahmoud pirraður yfir því, að margir fagna stúdentinum með því að dansa um göturnar með sænska fánanum.

„Þeim, sem bera krossinn verður ekki boðið að fara með bæn, því það er trú okkar, að þetta fólk séu fullkomnir villutrúarmenn“ segir hann í predikun í al-Sahaba moskunni í Rosengård.

„Ef einhver ber kross á fötum sínum án þess að vera meðvitaður um það, skipum við honum að taka hann af. Alltaf þegar spámaðurinn sá kross í klút eða á fötum einhvers eða hvaðeina, þá eyðilagði hann það.“

Segir gyðinga „afkvæmi svína og apa“

Basem Mahmoud ræðst einnig á gyðinga, sem hann kallar „afkvæmi svína og apa.“ Hann hvetur til morða á gyðingum með því að vitna í svokallaða hadither, sem eru hluti af trú múslima.

„Dómsdagur kemur ekki fyrr en múslimar berjast við Gyðinga og drepa þá. Gyðingar munu fela sig bak við steina og tré, en steinarnir og trén munu segja: Ó, múslimi, það er gyðingur á bak við mig. Komdu og dreptu hann“ má m.a. lesa í einu hadith, sem Mahmoud vitnar í.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila