Ímyndin fölnar: Danmörk og Finnland líta Svíþjóð neikvæðari augum vegna ofbeldis og glæpahópa

Ný skýrsla frá Sænsku stofnuninni „Swedish Institute“ SI sýnir, að tvö af nágrannalöndum Svíþjóðar, nánar tiltekið Danmörk og Finnland, eru neikvæðari í garð Svíþjóðar en þau hafa nokkru sinni verið áður.

Rannsókn SI var framkvæmd sem netkönnun og var send út til allra 27 ríkja ESB. Svarendur voru valdir af handahófi, alls 25.000 manns og 1.000 á hverju landi, sem voru beðnir um að svara spurningunum.

Margir svara að þeir tengi Svíþjóð við velferðarkerfið og heilbrigðiskerfið en þátttakendur könnunarinnar frá Finnlandi og Danmörku, en einnig Eistlandi, fullyrða að afstaða þeirra til ímyndunar Svíþjóðar hafi orðið neikvæðari á síðasta ári og tengja ímynd Svíþjóðar við glæpamennsku og ofbeldi og innflytjendavandamál.

Í skýrslunni kemur fram að þekking á málefnum Svíþjóðar sé mun lakari á meginlandinu en á Norðurlöndunum.

Segir í skýrslunni m.a.:

„Í m.a. Finnlandi, Danmörku og Eistlandi segja svarendur að þeir hafi í meira mæli en í öðrum löndum séð, lesið og heyrt um Svíþjóð í sambandi við glæpi og fólksflutninga, sem getur hafa stuðlað að hærra hlutfalli íbúa í þessum löndum sem fullyrða, að ímynd Svíþjóðar hafi versnað.“

Hér að neðan má lesa skýrsluna á sænsku

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila