Kínverjar vara Indland við „miklum átökum”

Indverjar brenna myndir af Xi-Jinping 

Eftir nýleg og grimmileg átök á landamærum Indlands og Kína í Himalajafjöllum, þar sem yfir 50 hermenn létu lífið, ríður Kína nú á vaðið með stórbarkalegri hótun til Indverja. Segist Kína „ekki hræðast” styrjöld við Indland og varar við „hernaðarátökum í stórum skala” skv. Global Times, málgagni kommúnistaflokks Kína.

Yfirvöld í Peking hæðast að yfirvöldum í Dehli og segja að sérhver átök muni enda í miklum ”flótta” Indverja og minnast stríðsins 1962 þegar yfir 2000 manns voru drepnir í  einum blóðugustu átökum ríkjanna. Hóta Kínverjar Indverjum „miklu mannfalli og efnahagsskaða” og segjast „senda landið áratugi aftur í tímann”.

Fyrir stuttu börðust indverskir og kínverskir hermenn með steinum, stálteinum og kylfum og ganga sögur um hryllileg dráp þar sem kínverskir hermenn létu ekki staðar numið heldur héldu áfram að berja sundur lík indverskra hermanna með kylfum alsettum járnteinum.

 Hafa átökin valdið gríðarlegri reiði í Indlandi. Skv. samningum bera hermenn á landamærum Himalaja ekki byssur og voru um 500 manns í átökunum. Ráðherra í Indlandi segir að yfir 40 kínverskir hermenn hafi verið drepnir en Kína gefur ekki upp neinar tölur.

Vopn kínversku hermannanna 

Átökin áttu sér stað við Galwan ána Indlands meginn nokkra tugi kílómetra frá landamærum ríkjanna en Kína gerir landakröfu á öllum Galwan dalnum og segja svæðið tilheyra Kína. Zhao Liljian talsmaður utanríkisráðuneytis Kína segir „ábyrgðina vera einhliða hjá Indlandi” en yfirvöld Indlands segjalandkröfu Kína „yfirdrifna og óhaldbæra”.Prófessor Joseph M Siracusa hjá Royal Melbourne tæknistofnuninni við RMIT háskólann segir að löndin hafi kjarnorkuvopn sem þau höfðu ekki í fyrri átökum: „Munu kjarnorkuvopn verða notuð í landamæradeilu? Ekki vegna þess að aðilar vilji það, heldur vegna þess að átökin gætu magnast eða þróast fyrir slysni inn á notkun kjarnorkuvopna. Við 10 til 15 flaugar með kjarnaoddum fáum við þann „kjarnorkuvetur” sem Carl Sagan sá fyrir á níunda áratugnum”.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila