Inflúensan verri en nokkru sinni fyrr

Flensan herjar nú harðar á fólk á Nýja-Sjálandi en Covid gerir, segir í frétt 1News. Fleiri eru sjúkrahúsi vegna inflúensu en covid-19.

Á Nýja Sjálandi taka sum sjúkrahús á móti fleiri sjúklingum með flensuvandamál en vegna covid-19. Af einhverjum ástæðum á ónæmiskerfið erfiðara með að takast á við algenga flensu núna en áður.

Einn sjúklingurinn segir, að hann hafi mælst jákvæður með covid fyrir sex vikum en þurfti að fara á sjúkrahús vegna flensu aðeins tveimur og hálfri viku síðar.

Og hann er undrandi yfir því hversu hratt þetta gekk. Hann var rúmfastur í fjóra daga með flensu en var á fótum út um allt með covid. Flensan var „miklu verri“ útskýrir hann í viðtali við 1News:

„Mér var tjáð, að nýrun í mér réðu ekki vel við flensuna á meðan allt var í lagi með covid.“

Ein kona segir, að hún hafi sofið tvo sólarhringa í röð, þegar hún fékk flensu:

„Ef ég ber saman covid og flensu myndi ég segja, að það væri auðveldara að vera með covid.“

Í maí greindi 1News frá því, að fólk á Nýja Sjálandi, þar sem stór hluti íbúanna hefur tekið svokölluð bóluefni, hafi veikst fljótt og ítrekað af covid. Sagt er að fólk smitist aftur innan nokkurra mánaða. En það gætu einnig verið verið rangar jákvæðar niðurstöður úr prófunum.

SwebbTV sagði nýlega frá því, að algengar veirur „hagi sér undarlega“ eftir heimsfaraldurinn svonefnda og að sumir verða fjölveikir af mörgum veirum samtímis. Veirur sem venjulega dreifast yfir vetrartímann koma í staðinn núna.

Deila