Almenningur stendur sig vel í þessum erfiðleikum

Inga Sæland þingmaður og formaður Flokks fólksins

Almenningur hefur staðið sig alveg ótrúlega vel og sýnt aðdáunarverða samstöðu í þessum fordæmalausu aðstæðum sem þjóðin stendur nú í og hefur sett samfélagið á hliðina.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ingu Sæland í síðdegisútvarpinu í dag en hún var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur. Inga segir að hún hefði viljað botnfrysta ferðaþjónustuna um hríð á meðan faraldurinn gangi yfir. Hún segir baráttuaðferðir yfirvalda óskiljanlegar og veita falskt öryggi

þetta er falskt öryggi eins og þetta með að börn eru send í skólann og þeim haldið í aðskildum hópum svo fara þau öll út á skólalóð að leika sér saman, ég verð bara að viðurkenna að ég skil þetta ekki, annað hvort förum við í aðgerðir eða ekki„,segir Inga.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila