Inger Støjberg fv. ráðherra dregin fyrir ríkisrétt fyrir að hafa stöðvað barnahjónabönd í Danmörku

Inger Støjberg fyrrverandi ráðherra innflytjendamála í Danmörku verður dregin fyrir ríkisrétt fyrir að hafa stöðvað barnahjónaband.

Inger Støjberg bannaði barnahjónabönd innflytjenda í Danmörku 2016 og núna verður hún dregin fyrir ríkisrétt í Danmörk fyrir að hafa „brotið á réttindum barna og mannréttindi ESB.“ Að þessari fáheyrðu niðurstöðu kemst sérstaklega skipuð nefnd danska þingsins sem hefur í meira en ár rannsakað hið meinta brot fyrrverandi ráðherra að stöðva „brúðarbörnin.“ Nefndin sameinaðist um þá niðurstöðu að fyrirskipun ráðherrans um að banna börnum að búa með mökum eða sambýlismönnum á dönskum innflytjendahemilum væri „skýrt lögbrot.“

Sósíaldemókratar og eiginn flokkur ráðherrans sammála um að draga ráðherrann fyrir ríkisrétt

Inger Støjberg sagði þegar hún sendi tilmælin um að aðskilja stúlkubörnin frá „eiginmönnum eða sambýlismönnum“ sínum að „það væri engan vegin hægt að samþykkja, að börn undir lögaldri væru með maka eða sambýlismanni í danska innflytjendakerfinu og ég hef beðið dönsku Innflytjendastofnunina að stöðva þetta tafarlaust. Að sjálfsögðu ber okkur að tryggja að stúlkubörn neyðast ekki til sambúðar með fullorðnum mönnum á heimilum hælisleitenda.“

En það reyndist umdeilt að aðskilja eldri hælisleitendur, fullorðna karlmenn frá barnakonum sínum. Danska þingið kom því á fót rannsóknarnefnd til að rannsaka, hvort Støjberg hafi brotið réttindi barna og mannréttindi ESB með ákvörðun sinni að stöðva „brúðarbörnin.“ Nefndin lagði fram ákæru á hendur Støjberg s.l. fimmtudag, sem var samþykkt, eftir að Sósíaldemókratar og Venstre, sem er eiginn flokkur Støjberg, greiddu tillögunni atkvæði.

Barnahjónabönd hræðilegt fyrirbæri

Støjberg segist vera „vonsvikin á sínum eigin flokksformanni, Jakob Ellemann-Jensen fyrir að bjóða öðrum á Folketinget til atkvæðagreiðslu um að draga mig fyrir ríkisrétt.“ Støjberg, sem varð þekkt þegar hún vildi senda hælisleitendur frá þriðja heiminum aftur heim til sín, segist ekki sjá eftir ákvörðun sinni 2016. Í nýjum pistli á Facebook tengir hún við grein um barnahjónabönd og tekur skýra afstöðu áfram gegn þeim.

„Mér verður illt í maganum og verð leið þegar ég les þetta. Stúlka giftist frænda sínum í hjónabandi sem faðir hennar hefur komið í kring. Ég vonast innilega til þess að sérhver innflytjendaráðherra – burtséð frá því hvaða flokki viðkomandi tilheyrir – muni stöðva slíkt. Ég gerði það og ég gæti ekki horft á sjálfa mig í spegli ef ég hefði ekki gert þetta 2016. Brúðarbörn eru hryllilegt fyrirbæri og ég mun – alveg eins og ég gerði þá – gera allt sem ég get innan marka laganna til að veita börnunum vernd.“

Athugasemdir

athugasemdir

Deila