Inger Støjberg fv. ráðherra innflytjendamála í Danmörku í opnu bréfi til Sýrlendinga: Þið eigið að fara heim

Fyrrum ráðherra innflytjendamála í Danmörku til 2019, Inger Støjberg, skrifar í opnu bréfi á Facebook, að tími sé kominn fyrir Sýrlendinga sem flúðu stríðið að fara aftur til síns heima og byggja upp landið að nýju.

„Ég var utanríkisráðherra, þegar þið komuð til Danmerkur. Ég veit því nákvæmlega hvernig samningurinn er, sem í gildi er á milli ykkar og okkur Dani, þegar þið komuð hingað. Samningurinn var, að við vernduðum ykkur á meðan stríðið geisaði en að þið færuð að sjálfsögðu aftur heim þann daginn sem sá möguleiki byðist.“

„Núna er tíminn þess vegna kominn fyrir ykkur að hefja ferðalagið heim. Heim til þess að endurbyggja Sýrland. Það var samningurinn – og þið hafið siðferðislega skyldu að standa við hann. Án þess að andmæla og án spurninga en með þakklæti við Dani.“

Danmörk hefur sem fyrsta land í ESB hafið endurköllun landvistunarleyfa Sýrlendinga í landinu og sendir þá heim. Matte Fredriksen forsætisráðherra og sósíaldemókrati sagði í apríl það vera „augljóst mál og sjálfsagt“ að þetta þyrfi að gera. Hún sagði:

„Að vera flóttamaður þýðir að maður hefur þörf á verndun. Og ef sú þörf hverfur vegna þess að enginn er að elta mann eða ekki er lengur þörf á neinni almennri sérstakri vernd, þá á maður að sjálfsögðu að fara aftur til baka til þess lands, sem maður kom frá.“

Ríkisstjórn sósíaldemókrata í Danmörku ætlar einnig að senda innflytjendur sem sækja um hæli í flóttamannabúðir í þriðja heiminum að fyrirmynd Ástralíu. Skv. Jyllandsposten hefur ríkisstjórnin þegar verið í viðræðum við bæði Túnis og Eþíópíu um að byggja flóttamannabúðir í löndum þeirra.

Síða hefur verið opnuð á netinu „Danirnir styðja Støjberg“ fyrir þá sem vilja senda Støjberg hvatningarorð og kveðjur

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila