Inger Støjberg stofnar nýjan stjórnmálaflokk í Danmörku

Inger Støjberg skrifar í færslu á Facebook, að hún stofni flokk danskra demókrata. Hún hefur nýverið afplánað 60 daga fangelsisdóm fyrir að stöðv barnabrúðkaup meðal innflytjenda í Danmörku.

Hefur afplánað 60 daga fangelsisdóm fyrir að stöðva barnabrúðkaup

Støjberg var sleppt í síðasta mánuði eftir að hafa afplánað 60 daga fangelsisdóm fyrir að stöðva barnabrúðkaup meðal innflytjenda í Danmörku. Aðdragandinn var sá að í febrúar 2016, þegar hún var innflytjendaráðherra, sagði hún að stúlkur undir lögaldri ættu að vera aðskildar frá eiginmönnum sínum í búðum hælisleitenda.

Eftir að hún var dæmd í Hæstarétti var Støjberg rekin af þingi. Áður hafði hún verið þvinguð út úr Frjálslynda flokknum, sem hún hafði verið fulltrúi fyrir síðan hún var 20 ára gömul.

Eftir að hún afplánaði fangelsisdóminn með fótajárnum í Hadsund á Norður-Jótlandi, bauð Støjberg í síðasta mánuði öllum sem vildu koma í veislu, þar sem hún þakkaði velunnurum sínum fyrir allan stuðninginn. Áhuginn var meiri en búist var við – 2000 manns mættu og varð að flytja þakkargjörðarveisluna í kastala fyrir utan Hadsund.

Nú skrifar Støjberg, að hún sé að stofna nýjan flokk – danska demókrataflokkinn – og hvetur stuðningsmenn sína til að skrifa undir kjósendayfirlýsingu. Alls þarf 20.182 undirskriftir til að nýr flokkur Stöjbergs geti boðið fram í næstu kosningum.

Sammála jafnaðarmönnum um að senda hælisleitendur til Rúanda

Avisen Danmark skrifar að enn sem komið er samanstandi flokkurinn aðeins af Stöjberg, nágranna hennar og nemanda, sem vinnur með flokknum sex klukkustundir á viku.

Inger Støjberg segir við blaðið, að Danmörkudemókratana skorti enn flokksáætlanir. Hún segist vera jákvæðari í garð ESB en til dæmis Danski þjóðarflokknum, sem er flokkur í kreppu og margir trúðu eða vonuðust til, að hún myndi ganga í. Samtímis beitir hún sér fyrir aðhaldssamari innflytjendastefnu en jafnaðarmenn gera í ríkisstjórn.

Støjberger er jákvæð vegna áforma danskra jafnaðarmanna um að senda hælisleitendur til Rúanda í Afríku og láta afgreiða hælismál þeirra þar. Hún telur hins vegar ekki líklegt, að stjórnvöld þori að hrinda þeirri áætlun í framkvæmd.

Inger Støjberg segir:

„Ef Danmörk á enn að líta út eins og í dag hjá næstu kynslóð, þá verður að gera eitthvað. Annars mun Danmörk breytast of mikið.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila