Ingó kemur með byltingarkennt sóttvarnaefni á markað – X-Mist er afar öflugt lífrænt sótthreinsiefni

Ingó veðurguð leggur sóttvarnabaráttunni lið með nýju lífrænu efni

Ingó veðurguð sem skemmt hefur þjóðinni með grípandi lögum sínum í gegnum árin hefur nú haslað sér völl á sviði sóttvarna en hann ásamt öðrum í samstarfi við skoskan efnafræðing komið með nýtt efni á markað sem er mjög öflugt sótthreinsiefni. Þetta var meðal þess sem fram kom í síðdegisútvarpinu í dag en Ingó var þar gestur Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra.

Efnið sem um ræðir ber heitið X-Mist og er í spreyformi, sem bæði er hægt að grípa með sér og spreyja á hendur og nota í stað spritts, svo er það mjög hentugt á skrifstofunni. Þá er önnur útgáfan af spreyinu sem er notuð þannig að brúsanum er komið fyrir inni í rými og hann virkjaður og gengið út úr rýminu og því lokað, þá spreyjast innihaldið í gufuformi upp í loftið og berst um rýmið.

Eftir nokkrar mínútur er rýmið orðið sótthreinsað. Ingó segir efnið lykta af Teatree og því hefur rýmið ekki aðeins verið sótthreinsað heldur ilmar það einnig mjög vel á eftir. Þá segir Ingó efnið henta vel til þess að eyða ólykt og að þar sem efnið sé lífrænt ráðist það að orsakavaldi ólyktarinnar og uppræti hann, efnið veitir einnig vörn gegn myglugróum. Smella má hér til þess að kynna sér efnið nánar.

Svona líta brúsarnir út með efninu sem nefnist X-Mist

Í þættinum var einnig rætt um hvernig ástandið hefur verið hjá tónlistarmönnum á tímum Covid en Ingó segir að hann hafi verið nokkuð heppinn með verkefni þrátt fyrir allt

ég hef verið með þættina mína á Stöð 2 en það hafa auðvitað ekki verið haldnir neinir tónleikar en ég hef verið heppinn að hafa í rauninni nóg fyrir stafni”,segir Ingó.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila