Innbrotum fækkaði milli mánaða en ofbeldisbrotum fjölgaði – Lögregla herti á aðgerðum gagnvart vændiskaupum og mansali

Innbrotum hefur fækkað milli mánaða en ofbeldisbrotum fjölgaði, þar með talið tilvikum þar sem ofbeldi er beitt gagnvart lögreglumönnum. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarleggri tölfræðiskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem send var fjölmiðlum í morgun.

Í skýrslunni kemur einnig fram að lögregla hafi lagt sérstaka áherslu á að taka á vændismálum og mansali og kann það að skýra fjölgun að hluta ofbeldisbrota enda séu slík mál skráð sem kynferðisbrot.

Í skýrslunni segir að áfram verði haldið að leggja áherslu á mansalsmál og vændi

Fíkniefnabrotum fækkaði talsvert á milli mánaða á tímailinu en þó komu upp fimm mál í janúar sem teljast til stórra fíkniefnamála.

Fram kemur einnig í skýrslunni að lögreglu hafi borist 24 þar sem óskað var eftir því að lögreglan leitaði að týndum börnum sem er fjölgun tilfella á tímabilinu.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila