Innbyrðisdeilur innflytjenda frá Eritreu leiddu til götuslagsmála í N-Stokkhólmi – lögreglan fjarlægði yfir eitt hundrað manns

Svíþjóð hefur þurft að upplifa mörg átök tengd innflytjendum, þar sem innanríkisdeilur heimalandanna halda áfram í Svíþjóð. Lögregluyfirvöld greindu frá því í gær, að tveir hópar innflytjenda hafi átt í átökum í Husby. Samkvæmt Expressen var um að ræða erítreíska stjórnmálaandstæðinga (mynd sksk svt).

Innflytjendur taka með sér deilur heimalandsins til Svíþjóðar öllum til ama og leiðinda

Að sögn lögreglunnar voru alls sex handteknir, fimm eru grunaðir um óeirðir og einn um líkamsárás. Kvikmynd sem Samnytt hefur birt (sjá neðar á síðunni) sýnir hvernig nokkrir lögregluþjónar koma til Husby og hvernig tveimur hópum virðist haldið aðskildum af nokkrum lögreglumönnum. Einnig má sjá óeirðabúna lögreglu á myndböndunum.

Auk hinna handteknu þurfti að taka 105 manns á staðnum og þeir fjarlægðir til að koma á reglu. Klukkan 20:30 tilkynnti lögregluyfirvöld, að ástandið væri undir stjórn og að regla væri aftur komin á í Husby. Samkvæmt Expressen eru átökin sögð hafa snúist um stjórnmáladeilur á milli erítríeskra stjórnmálahópa. Það er ekki óalgengt að innflytjendur taki með sér átök frá heimalöndunum til Svíþjóðar. Fv. þingmaður Hanif Bali vakti athygli á átökunum í Husby og veltir því fyrir sér í tísti, hvers vegna stuðningsmönnum erítreustjórnarinnar var veitt hæli:

„Nokkrar skyndispurningar: Hvers vegna fá Erítreumenn, sem eru vinir stjórnarhersins hæli í Svíþjóð? Af hverju eru MUCF og húsnæðismálayfirvöld að fjármagna „Folkets Husby“ húsnæði fyrir þá?“

Ættbálkar hafa tekið lögin í eigin hendur

Sömuleiðis hefur orðið vart við átök milli ýmissa kerfisógnandi ættbálka í Svíþjóð. Meðal annars ættingjastríðið í Hjällbo, sem Lögregluyfirvöld átti erfitt með að stemma stigu við. Það atvik varð til þess, að þingmaður sósíaldemókrata Dennis Dioukarev, benti á í skriflegri fyrirspurn til þáverandi innanríkisráðherra, Mikael Damberg, að vegatálmar hefðu verið settir upp og gripið til annarra ráðstafana, sem aðeins yfirvöld hafa rétt á að gera. Hann vildi vita hvort stjórnvöld hefðu gert nóg til að tryggja frelsi og öryggi borgaranna á viðkvæma svæðinu.

Damberg sagði í svari sínu, að stjórnvöld hefðu gripið til margvíslegra aðgerða en vandamálin væru þess eðlis, að það tæki langan tíma að taka á gengjaglæpum. Fráfarandi ríkisstjórn hefur á sínum átta árum við völd, ítrekað lofað að beita sér gegn glæpahópunum en þess í stað hefur ástandið versnað á þeim tveimur kjörtímabilum, sem ríkisstjórnin hefur verið við völd.

Sjá nánar hér og hér

Deila