Fjársvikaákæra gegn fyrrverandi varnamálaráðherra Íraks lögð niður – snýr aftur til Svíþjóðar grunaður um stríðsglæpi í Írak

Najah al-Shammari sveik út fé úr velferðakerfi Svíþjóðar á sama tíma og hann var launaður varnamálaráðherra Íraks. Verið er að rannsaka þáttöku hans í fjöldamorði á 420 friðsömum mótmælendum í Írak í fyrra. 

Expressen greinir frá því, að Najah al-Shammari, 53 ára, sem starfaði sem varnarmálaráðherra í Írak á sama tíma og hann var á  félagsbótum í Svíþjóð, sé núna aftur fluttur til Svíþjóðar. Blaðið hefur eftir skattheimtunni að hann hafi tilkynnt að hann væri kominn aftur til baka. Expressen gat þó hvorki haft upp á honum né saksóknaranum sem skömmu áður hafði lagt niður ákæru yfirvalda gegn Najah al-Shammari fyrir að hafa svikið út stórar fjárhæðir úr velferðakerfi Svíþjóðar fyrir sig og sex barna fjölskyldu sína. Voru þau á opinberri framfærslu í Svíþjóð á sama tíma og hann starfaði sem varnamálaráðherra í Írak á fullum launum þar.

Þegar upp komst um svindlið flutti hann skyndilega til Íraks og hefur verið þar fram til nú. Ríkisstjórnin í Írak hrökklaðist frá völdum eftir að 420 manns voru skotin til bana í friðsömum mótmælum í lok síðasta árs. Verið er að rannsaka þáttöku Najah al-Shammari í þeim stríðsglæp og hefur hann farið huldu höfði þar til nú að skráir sig fluttan tilbaka til Svíþjóðar.
Najah al-Shammari kom til Svíþjóðar 2009 og sótti um hæli í september. Hann fékk fullt landvistarleyfi 2011 og ári seinna kom eiginkonan og sex börn þeirra til Svíþjóðar.

Árið 2015 varð Naja al-Shammari sænskur ríkisborgari en sagðist áður hafa verið hershöfðingi hjá Saddams Hussein. Hefðu þær upplýsingar átt að koma í veg fyrir að hann gæti gerst sænskur ríkisborgari í 25 ár sem innflytjendayfirvöld sniðgengu. Að auki gaf hann upp falskt nafn og meina sumir að þar með sé hann ekki ríkisborgari á réttum forsendum.

Snemma árs 2016 var Naja al-Shammari ákærður fyrir að hafa misþyrmt og verið með hótanir við fimm manns þ.á.m. börn. Það mál lagðist niður eftir að yfirvöld í Írak beittu fórnarlömbunum þrýstingi. Þegar Expressen hafði samband við varnarmálaráðuneytið í Bagdad í fyrrahaust til að fá álit al-Shammari á málinu, þá birti varnamálaráðuneytið í Írak tilkynningu og hótaði að kæra sænska fjölmiðla:

„Fjölmiðlar og grunsamlegar heimasíður hafa sent frá sér heimatilbúnar lognar fréttir…til þess að skaða einkalíf og störf ráðherrans”

Miklar umræður hafa verið í Svíþjóð í fjölmiðlum og meðal fólks vegna al-Shammari og þær verða varla minni núna, þegar yfirvöld leggja niður opinbera ákæru um fjársvik sem gerir al-Shammari kleift að flytja aftur til Svíþjóðar og komast á nýjan leik á félagsbætur.

Sumir stjórnmálamenn segja að kæra beri al-Shammari fyrir alþjóðabrotadómstólnum í Haag vegna stríðsglæpaverka en sem hershöfðingi tók hann m.a. þátt í útrýmingu á tugum þúsunda Kúrda. Mikil reiði ríkir um málið sbr. sænska myndbandið að neðan en þar setur bloggarinn Johan Widén fram þá sjálfsögðu kröfu, að al-Shammari verði sviptur sænskum ríkisborgararétti og vísað úr landi.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila