Forseti Írans: „Við grönduðum farþegavélinni”

Hassan Rouhani

Forseti Írans Hassan Rouhani tísti laugardagsmorgun að íranski herinn hefði grandað úkraínsku farþegavélinni við Teheran s.l. miðvikudag.  Írönsk yfirvöld segja atvikið „gríðarleg mistök“ og þeir sem eru ábyrgir verði dregnir fyrir dóm.  

Hernaðaryfirvöld Írans segja að nærvera flugvélarinnar við herstöð í hæstu viðbragðsstöðu vegna deilunnar við Bandaríkin eftir aftöku íranska hryðjuverkahershöfðingjans Qasem Soleimani séu þættir að baki mistökunum. Utanríkisráðherra Írans gengur til og með svo langt að fullyrða að ástandið sé Bandaríkjamönnum að kenna vegna þeirrar spennu sem þeir hafi skapað.

Lönd eins og Úkraína og Kanada setja fram kröfur um opinbera afsökun og fjárhagsgreiðslur til eftirlifandi ættingja fórnarlambanna og hafa írönsk yfirvöld lýst yfir að þau munu mæta slíkum kröfum.  

Athugasemdir

athugasemdir

Deila