Leiðtogi ISIS fallinn

Abu Bakr Al Baghdadi leiðtogi ISIS

Abu Bakr Al Baghdadi leiðtogi hryðjuverkasamtakanna ISIS er fallinn. Þetta staðfesti Donald Trump forseti Bandaríkjanna í yfirlýsingu nú fyrir stundu. Óljósar fréttir bárust fyrst um fjögur leytið að íslenskum tíma um fall Baghdadi en litlar upplýsingar var að fá um málið þar til Trump kom fram með yfirlýsingu sína.

Í yfirlýsingunni sagði forsetinn að Baghdadi hefði verið eltur undanfarna daga af bandarískum sérþjálfuðum herdeildum og í nótt hefði þeim tekist að komast í návígi við leiðtoga samtakanna. Fram kom í yfirlýsingunni að Baghdadi hefði sjálfur sprengt sig í loft upp eftir að hafa verið króaður af í húsasundi af hermönnum bandaríkjahers.

Þrjú börn Baghdadi sem með honum voru létust einnig þegar hann sprengdi sprengjuna sem hann bar á sér en fjölda annara barna var bjargað úr byggingu þar rétt hjá og komið í öruggt skjól.

Donald Trump segir dauða Baghdady ekki hafa haft neinn hetjublæ yfir sér og lýsti honum sem samviskulausum morðinga sem sannarlega hefði ekki dáið sem nein hetja heldur þvert á máti

hann flúði eins og heigull undan hermönnum okkar og þegar hann var innikróaður dó hann sem heigull, dauði Baghdady gerir Bandaríkin og heiminn að öruggari stað“,sagði Donald Trump.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila