„Íslam er engin ógn” segir Evrópusambandið – tekur upp baráttu gegn „hægriöfgastefnunni”

Ylva Johansson er sænski kratinn sem vann „stóra vinninginn” að verða kommissjóner hjá ESB. Engu líkar en að vera með í himnaríki að fá að sitja með „dýrlingunum” í framkvæmdastjórn ESB

Þrátt fyrir hryðjuverk íslamskra vígamanna að undaförnu í Frakklandi og Austurríki, þá telur Evrópusambandið ekki að íbúum aðildarríkjanna standi nein ógn af Íslam. Ylva Johansson kommissjóner ESB í innflytjenda- og flóttamálum segir í viðtali að ekki sé hægt að fullyrða að nein „ógn” komi frá trúarbrögðum eða fólksinnflutningi. Í staðinn ætlar Evrópusambandið að hefja baráttu gegn „hægriöfgastefnunni.”

„Það eru ekki trúarbrögðin sem skapa neina hættu. Trú er ekki ógn. Aftur á móti eru hryðjuverkamenn hætta – og hryðjuverkamenn geta byggt brenglaða heimsmynd sína á öfga íslamisma eða hægriöfgastefnu og berjast þarf gegn báðum þeirra,” segir Johansson í viðtali við TT.

Upprunaleg yfirlýsing ESB gegn hryðjuverkum í Evrópu var mun afdáttarlausari í afstöðunni gegn íslam. Bæði Frakkland og Austurríki vildu fá harðari viðbrögð gegn íslamismanum en eftir venjulega fundarsuðu varð útkoman tannlaus yfirlýsing gegn hugmyndafræði íslam en áhersla lögð á baráttu gegn „hægriöfgastefnunni.” Johansson gagnrýnir tillögur um að mennta íslamska æðstapresta í gildum Vesturlanda. „Það er ekki verkefni ESB að mennta trúarleiðtoga.” ESB mun í desember kynna nýja stefnu gegn hryðjuverkum þar sem m.a. verður lögð áhersla á að „hægt sé að fjarlægja fljótt hryðjuverkaáróður af Internet.” Óttast sumir að þar sem ESB lætur baráttu gegn „hægri” hafa forgang að þá muni meira en hryðjuverkaáróður verða fjarlægt af netinu.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila