Ísland fær rússneska efnið Spútnik V

Bjarni Bærings forstjóri Hetero Europe

Ísland fær rússneska bóluefnið Spútnik V gangi viðræður íslenskra stjórnvalda við rússa þess efnis eftir en viðræður eru þegar hafnar.

Bjarni Bærings forstjóri Hetero Europe greinir frá þessu á Facebook síðu sinni í dag. Bjarni segir að hann hafi haft samband við RDIF söluaðila Spútik V og spurt hvort hægt væri að framleiða 300.000 skammta fyrir Ísland.

Þá var Bjarna tjáð að fulltrúar í Heilbrigðisráðuneytinu væri þegar í við beinum viðræðum við Rússa um það að fá efnið. Bjarni segir að hann muni því ekki aðhafast meira en bendi þó á nokkra punkta um næstu skref.

Atriðin sem Bjarni nefnir má sjá hér að neðan:

1. Lyfjastofnun á að meta rannsóknargögn Sputnik V og landsleyfi annara landa, og gefa strax út islenskt Landsleyfi (ekki bida eftir EMA),

2. Ísland á ad semja um að fá alla skammtana í einni sendingu (magnið sé lítið og geymist i kæli)

3. Fjölga bólusetningarstöðum fyrir almenning án áhættuþátta (sjúkrahús, heilsugæslustöðvar, apótek, samkomuhús, kirkjur), þjálfa fleira heilbrigðisstarfsfólk (Hjúkrunarfrædingar, Sjúkraliðar, Lyfjafræðingar) til ad sinna bólusetningum, og óska adstoðar hjálpar- og björgunarsveita við skipulagningu og utanumhald á bólusetningarstöðum.

Bjarni segir að ef viðræður gangi upp gagnvart Rússum ætti afhending að geta farið fram fjórum vikum síðar og að hans mati væri hægt að ná 95% bólusetningarhlutfalli fyrir 1.júní

Athugasemdir

athugasemdir

Deila