Ísland hafið til skýjanna sem framvörður stafrænna bóluvegabréfa – Svíþjóð fyrsta landið sem notar „græna passann“ frá ESB

Ingi Steinar Ingason, sviðsstjóri rafrænna heilbrigðislausna hjá embætti landlæknis útskýrir fyrir Svíum að það sem vanti og muni leysa ferðamálin sé, að Evrópusambandið komi á „traustu eftirlitskerfi fyrir bólusetningarvottorð.“

Sænska sjónvarpið sýndi í löngu fréttainnleggi í gær viðtöl við fólk og frásagnir af bólusetningum á Íslandi. Var Ísland ausið loforðum sænska sjónvarpsins fyrir hversu allt gengi snurðulaust fyrir sig – bæði að bólusetja fólk og svo hitt að koma á samræmdu stafrænu eftirlitskerfi þar sem allir væru skráðir hjá hinu opinbera með heilsuástand og bólusetningu gegn Covid-19.

Sýnt var viðtal við Inga Steinar Ingason Sviðsstjóra Miðstöðvar rafrænna heilbrigðislausna hjá embætti landlæknis og skýrði hann, að kerfi með alls konar vottorðum, sem ekki einu sinni væri hægt að sjá hvort öll væru lögleg, skapaði biðraðir m.a. við landamæri og á alþjóðlegum flugvöllum. Sagði Ingi Steinar að „Það sem vantar er traust eftirlitskerfi frá Evrópusambandinu fyrir ferðalög í Evrópu. Þegar við fáum vottorð með QR-kóða í símana okkar mun það flýta fyrir afgreiðslu á landamærunum. Þá verður hægt að skrá sig gegnum netið t.d. áður en maður fer til Íslands og þá er hægt að athuga fyrirfram að vottorðið sé í lagi og ekki þörf lengur á að athuga það á sjálfum landamærunum. Það verður flýtileið fyrir alla þá sem eru með stafræn vottorð.“

Svíþjóð fyrsta ríkið að taka upp kórónupassa ESB

Fréttamaður sænska sjónvarpsins sýnir grænt bólusetningarvegabréf ESB með QR-kóða í síma sínum.

Svíþjóð verður fyrsta landið innan ESB sem tekur í notkun „græna passann“ þann 10. maí n.k. Ætlunin er að með stafrænu heilsuvottorði og QR-kóða muni ferðamenn fá flýtimeðferð á flugvöllum og við landamæri. ESB er að þróa allsherjarkerfi með miðstöð upplýsingagagna um íbúa sambandsins og mun þá þurfa að stemma af við kerfið og fá grænt ljós um að mega ferðast innan sambandsins. Þeir sem ekki hafa „græna passann“ mega búast við miklum töfum á meðan farið er í gegnum pappíra og annað og jafnvel búast við því að vera bannað að ferðast vegna skorts á upplýsingum um heilbrigðissögu viðkomandi.

Eistland hefur þróað kerfi sem er mun víðtækara en grænu passar ESB og verður hægt að nota fyrir aðra sjúkdóma og einnig önnur mál. Ain Aaviksoo hjá Guardtime segir lausnir ESB ..flóknar og klunnalegar. ESB krefst meiri stafrænnar þróunar af aðildarríkjunum og svo verður hvort eð er ekki hægt að nota þetta fyrir neitt annað en það er gert fyrir. Hversu mikið á að leggja í hlut sem verður kannski bara notaður í tæpt ár?“

Ísland getur hafið notkun „grænu passanna“ á nokkrum dögum að sögn sænska sjónvarpsins. Ingi Steinar sviðsstjóri rafrænna heilbrigðislausna segir, að Ísland vonist til að einn alþjóða staðall verði að lokum raunveruleiki og þá t.d. í höndum Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar WHO.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila