Ísland minnti á alræðisríki þegar faraldurinn stóð sem hæst

Gunnar Smári Egilsson

Ísland minnti á alræðisríki þegar Covid faraldurinn stóð sem hæst því á forsíðum blaðana var nánast undantekningalaust myndir af fólki sem sat í ríkisstjórn, þannig hafi stjórnvöld fengið mjög mikla athygli á kjörtímabilinu sem hafi nýst þeim svo í kosningum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gunnars Smára Egilssonar formann framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Gunnar sagði að þegar verst lét hafi ástandið minnt á alræðisríki eins og Marokkó þar sem skylda sé að hafa mynd af kónginum á öllum þeim dagblöðum sem gefin séu út þar.

þar er skylda að það sé alltaf mynd af kónginum á forsíðunni, hún má vera lítil en hún verður alltaf að vera til staðar, hér var mynd af einhverjum úr ríkisstjórninni á hverri einustu forsíðu á hverjum degi, þetta minnti því á skylduna í Marokkó“ segir Gunnar.

Hann bendir á að fulltrúar stjórnvalda hafi einnig verið mjög áberandi í Kastljósi RÚV, þar hafi oftast verið einhver úr ríkisstjórninni eða fulltrúar stjórnvaldsins, Sóttvarnalæknir og Landlæknir.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Deila