Stjórnarformaður Íslandsstofu tekinn við forstjórastöðu Samherja

Stjórn Íslandsstofu

Björgólfur Jóhannsson stjórnarformaður Íslandsstofu tók við forstjórastöðu Samherja í morgun í kjölfar þess að Þorsteinn Már Baldvinsson ákvað að stíga til hliðar vegna Samherjamálsins.

Forstjóraskiptin vekja athygli ekki síst í ljósi stöðu Björgólfs hjá Íslandsstofu og hlutverki Íslandsstofu en hlutverk Íslandsstofu er að vera vettvangur kynningar og markaðsmála íslenskra fyrirtækja og er þannig andlit Íslands út á við, en eins og kunnugt er eru stjórnendur Samherja grunaðir um að hafa mútað hátt settum stjórnmálamönnum í Namibíu til þess að komast yfir kvóta í landinu og að hafa lagt stund á peningaþvætti.

Þá vekur þá vekur einnig athygli hverjir aðrir sitja í stjórn Íslandsstofu en þeir eru auk Björgólfs sjálfs, Borgar Þór Einarsson en hann er aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, Friðjón R. Friðjónsson en hann er almannatengill og fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Jens Garðar Helgason formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Aðrir í stjórninni eru Ásthildur Bragadóttir, Ásthildur Otharsdóttir, Hildur Árnadóttir sem er varaformaður stjórnarinnar.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila