Bjargaði Íslendingum að ganga út frá fiskveiðisamningum við ESB – „Við afhendum ekki fiskveiðilögsöguna!“

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar stöðvaði vegleysuna með aðildarumsókn vinstri ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur að ESB. „Eina leiðin fyrir Ísland að halda fullveldinu í fiskveiðilögsögunni“ segir Express sem telur Breta enn fasta í neti fiskveiðistefnu ESB, þrátt fyrir Brexit.

Breska Express greinir frá því, að ESB hafi fengið verulega á baukinn, þegar Ísland hætti við aðildarumsóknina að ESB, þar sem Ísland vildi ekki afhenda fiskveiðiréttindi sín. Blaðið ber saman árangur Íslendinga sem veiða um 90% aflans sjálfir í lögsögu sinni við útgöngusamning Breta, sem tryggir þeim 66% aflans í eigin lögsögu með 5,5 ára aðlögunartíma fiskveiðifélaga og hækkun á aflakvóta sjómanna fram til 2026.

Bretland og ESB innsigluðu viðskiptasamninginn eftir Brexit á aðfangadagskvöld, eftir níu mánaða erfiðar viðræður. Þrátt fyrir að Downing Street hafi kallað samninginn „gagnkvæma málamiðlun“ þá, náði Boris Johnson forsætisráðherra ekki alla leiðina í mark í umdeildasta máli viðræðnanna: fiskveiðiheimildum. Bretland vildi að allir veiðisamningar yrðu aðskildir frá viðskiptasamningnum og samið árlega um fiskveiðiheimildir á svipaðan hátt og Ísland semur við sambandið.

Bretar enn fastir í „fiskveiðistefnu“ ESB

Ísland er sjálfstætt strandríki, með réttindi og skyldur samkvæmt alþjóðalögum. Fiskveiðar, sem deilt er með ESB, eru árlega ákveðnar í tvíhliða samningaviðræðum á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar. Sjávarútvegurinn í Bretlandi nýtur ekki sömu skilyrða innan sameiginlegrar fiskveiðistefnu ESB (CFP) – en Brussel vildi viðhalda þeirri stefnu, hvað sem það kostaði.

Bretar samþykktu fimm og hálfs ára frekari „aðlögun“ fyrir fiskveiðifélög þar sem Bretland yfirgaf CFP. Aflakvóti breskra sjómanna mun aukast á fimm ára tíma. Þýðir það, að Bretland mun einungis veiða rúm 66 prósent aflans í lögsögu Bretlands – langt frá stöðu Íslands með 90% aflans.

Eftir „aðlögunartímann“ munu fiskiskip ESB enn hafa fullan aðgang að fiskveiðum í lögsögu Bretlands og verða viðræður árlega eins og á milli Íslands og sambandsins. Ef Bretar neita fiskiskipum ESB aðgangi mun svar ESB verða að setja á tolla, sem þýðir að London virðist aldrei geta fengið fullveldisstjórn á eigin fiskimiðum sínum.

Íslendingar héldu fullveldi sínu í fiskveiðilögsögunni með því að hætta við aðildarumsóknina að ESB

Íslandi tókst einungis að viðhalda fullveldisstjórn á eigin fiskimiðum með því að ganga frá samningaborðinu í aðildarviðræðunum við ESB. Fiskveiðarnar voru aldrei ræddar, en Ísland gerði ESB grein fyrir því þegar frá byrjun aðildarumsóknar vinstri ríkisstjórnarinnar, að ekki væri hægt að samþykkja yfirráð ESB á fiskveiðilögsögu Íslands.

Eftirmaður Jóhönnu Sigurðardóttur, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, dró umsókn landsins til baka og gat andað léttar 2015 yfir því, að þjóð hans gekk aldrei með í Evrópusambandið. Hann sagði:

„Ég er nokkuð viss um að við hefðum ekki náð þeim efnahagsviðsnúningi sem okkur tókst, ef við hefðum verið hluti af ESB.“

Sigmundur Gunnlaugsson fv. forsætisráðherra: „Gætum hafa orðið gjaldþrota land“

Sigmundur Gunnlaugsson hélt því fram, að ef umsókn lands síns, sem gerð var í miðju efnahagshruni árið 2009, hefði tekist, þá gæti Ísland hafa orðið fyrir örlögum Grikklands, með langvarandi efnahagshruni eða Írlands, sem sá opinberar skuldir fara á himinflug, þegar ríkisstjórnin tók á sig slæmar skuldir bankageirans. Gunnlaugsson sagði:

„Við hefðum jafnvel getað farið aðrar leiðir og orðið gjaldþrota land. Ef allar þessar skuldir hefðu verið í evrum og við hefðum neyðst til að gera það sama og Írland eða Grikkland og taka ábyrgð á skuldum föllnu bankanna. Þetta hefði verið hörmulegt fyrir okkur efnahagslega.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila