Íslensk erfðagreining og Landspítalinn brutu lög um persónuvernd við Covidrannsókn

Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Íslensk erfðagreining og Landspítalinn hafi brotið gagnvart lögum um persónuvernd þegar unnið var að viðbótarrannsókn vísindarannsóknar Faraldsfræði SARS-CoV-2-veirunnar og áhrif erfða og undirliggjandi sjúkdóma á COVID-19-sjúkdóminn sem hún veldur.

Málið snýr að blóðsýnum sem tekin voru á fjögurra daga tímabili úr fólki sem hafði legið inni á spítala eða þurft að leita þangað vegna Covid áður en upplýst samþykki fólksins fyrir þátttöku í viðbótarrannsókninni hafi legið fyrir.

Málsaðilar báru fyrir sig að um hafi verið að ræða viðbragð af þeirra hálfu á hættutímum vegna Covid faraldursins. Því hinsvegar hafnaði Persónuvernd og benti á að þó svo ástand á þeim tíma hefði verið metið hættulegt á þeim tíma hafi málsaðilum samt sem áður borið að afla upplýsts samþykkis fyrir þátttöku fólks í viðbótarrannsókninni.

Það var hins vegar mat Persónuverndar í niðurstöðunni að til hliðsjónar við ákvörðun viðurlaga mætti hafa til hliðsjónar mat á hættuástandi í samfélaginu á þeim tíma sem rannsóknin fór fram og því var ákveðið að falla frá því að leggja á sektir í málinu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila